Innlent

Krefjast lögbanns og kæra úrskurð ráðherra

Álafosskvosin í Mosfellsbæ
Álafosskvosin í Mosfellsbæ MYND/GVA

Mikil óánægja er meðal íbúa í Mosfellsbæ með áætlanir um tengibraut um Álafosskvos sem áætlað er að flytji tíu þúsund bíla daglega. Í fréttatilkynningu frá fulltrúa íbúa segir að íbúar krefjist lögbanns á framkvæmdina. Íbúar og unnendur náttúru munu hittast klukkan 13 við gömlu ullarverksmiðjuna og flagga í hálfa stöng í mótmælaskyni við framkvæmdirnar.

Undanfarið ár hafa íbúar ásamt Varmársamtökunum ítrekað skorað á bæjarstjórnina að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar á það sem þau kalla "einstæðan, menningarsögulegan sælureit í hjarta Mosfellsbæjar." Í fréttatilkynningunni segir að ekki hafi verið orðið við þeirri ósk og í úrskurði umhverfisráðherra sé framkvæmdin ekki háð mati. Varmársamtökin hafa ákveðið að kæra þann úrskurð ráðherra.

Íbúar á svæðinu krefjast lögbanns og hafa kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×