Erlent

Olmert íhugar að víkka aðskilnaðarmúrinn

Aðskilnaðarmúrinn, í Ísrael.
Aðskilnaðarmúrinn, í Ísrael.

Forsætisráðherra Ísraels er að kanna hvort víkka eigi aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum, til þess að hann umljúki tvær landnemabyggðir Gyðinga, sem þar eru. Það myndi hafa í för með sér að þúsundir Palestínumanna yrðu girtir af, frá sinni heimabyggð. Hæstiréttur Ísraels hefur oft gripið í taumana þegar þetta hefur verið reynt.

Ísraelska blaðið Haaretz segir að íbúar tveggja landnemabyggða hafi beðið um að múrinn verði víkkaður, til þess að þeir verði innan hans. Um 1500 manns búa í þessum landnemaþorpum. Ef farið verður að óskum þeirra munu hinsvegar um 20 þúsund Palestínumenn lenda ísraelsmegin múrsins.

Aðskilnaðarmúrinn er nú tilbúinn að tveim þriðju hlutum, en hann verður alls 680 kílómetra langur. Ísraelar segja að hann sé nauðsynlegur til þess að halda hryðjuverkamönnum frá Ísrael. Lega múrsins hefur oft komið til kasta hæstaréttar ísraels og hann hefur jafnan tekið málstað Palestínumanna.

Talið er víst að ef ríkisstjórnin ákveður að færa múrinn til, á Vesturbakkanum, muni það enda í hæstarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×