Innlent

Árni Þór hættir sem Sirkusstjóri

Árni Þór Vigfússon hefur gegnt starfi sirkusstjóra frá upphafi stöðvarinnar í júní árið 2005.
Árni Þór Vigfússon hefur gegnt starfi sirkusstjóra frá upphafi stöðvarinnar í júní árið 2005. MYND/E.Ól.

Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri á Sirkus, og tveir aðrir starfsmenn stöðvarinnar láta af störfum á næstu dögum vegna skipulagsbreytinga. Sjónvarpsstöðin hefur verið rekin sem sjálfstæð eining innan 365 miðla en eftir breytingarnar færist rekstur sjónvarpstöðvarinnar Sirkus undir Stöð 2. Dagskrá stöðvarinnar tekur ekki breytingum, að því er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla segir í samtali við Vísi. Sirkus er afþreyingarstöð sem höfðar til yngri aldurshópa og er send út í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×