Erlent

Reyktu lyfin þín

MYND/GETTY IMAGES
Bandarískt lyfjafyrirtæki er að þróa lyf sem hægt er að reykja, og hafa því áhrif þegar í stað, rétt eins og nikótín. Öll lyfjafyrirtæki leggja áherslu á að lyf þeirra hafi skjót áhrif, sérstaklega ef um er að ræða lyf við mígreni, verkjum eða ofsahræðslu. Staðreyndin er hinsvegar sú að lyfin taka frá fimmtán mínútum og upp í klukkustund, að virka.

Alexza lyfjafyrirtækið er nú að þróa lyf sem hægt er að reykja. Eins og nikótín fer það í gegnum lungun og út í blóðrásina, og virkar því samstundis. Fjárfestum virðist lítast vel á þetta, því gengi hlutabréfa í Alexza hafa hækkað um hérumbil sextíu prósent á síðustu fimm mánuðum.

Stofnandi Alexza er Alejandro Zaffaroni, sem einnig stofnaði fyrirtækið Alza, sem þróaði nikótín-plásturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×