Sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga 31. janúar 2007 14:23 MYND/Valgarður Umhverfisráðherra og samgönguráðherra voru sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga í Hvalnesfjöru í desember og spurðir hvernig og hvenær ætti að fjarlægja flak skipsins. Samgönguráðherra sagði hins vegar að lögin væru skýr um ábyrgð skipseigenda og ekki yrði gefinn neinn afsláttur á því. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vakti athygli á þeirri deilu sem upp er komin í tengslum við strandið þar sem eigendur skipsins og tryggingafélag þess hafa neitað að greiða meira en 75 milljónir króna fyrir hreinsun svæðisins og flutning skipsins. Sagði hann málið því ekki til lykta leitt og á meðan væri hætta á stórslysi í Hvalnesi. Taldi Björgvin að skýra þyrfti ábyrgði skipafyrirtækja og tryggingafélaga þeirra að þessu leyti í lögum. Spurði hann jafnframt hvernig leiða ætti málið til lykta og hvort ekki þyrfti að endurskoða siglingaleiðir við Ísland til þess að koma í veg fyrir stórslys við Íslandsstrendur. Færa þyrfti siglingaleiðir á þremur stöðum fjær landi, við Reykjanes, Reyðarfjörð og Hornstrandir. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði það skýrt í lögum um verndun hafst og stranda að eigendum bæri að fjarlægja skip af strandstað innan hálfs árs frá strandi. Þá hvíldi einnig siðferðileg og samfélagsleg skylda á skipafélögum að fjarlægja strönduð skip í þeirra eigu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði eigendur og tryggingarfélög skipa ekki mega víkja sér undan ábyrgð og benti á að útgerð Vikartinds sem strandaði undan suðurströnd landsins árið 1997 hefði kostað aðgerðir þar. Það væri sameiginleg niðurstaða umhverfis- og samgönguráðuneytis að lög kvæðu skýrt á um ábyrgð eigenda skipa og að enginn afsláttur yrði gefinn þar á. Fjölmargir þingmenn úr stjórnarandstöðu tóku til máls í umræðuni og gagnrýndu sumir þeirra að nefnd sem fara átti yfir siglingaleiðir við Ísland og hugsanlegar breytingar á þeim, sem skipuð hefði verið fyrir átta árum, hefði ekki skilað neinni niðurstöðu. Þá spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hversu lengi ætti að þræta við eigendur Wilson Muuga um að flytja skipið af strandstað. Málaferli gætu tekið mánuði eða ár og því spurði hann hvort stjórnvöld myndu fylgja lögunum eftir og fjarlægja skipið og í kjölfarið deila um það fyrir dómstólum hver ætti að borga fyrir flutninginn. Sturla Böðvarsson sakaði stjórnarandstöðuna um að tala glannalega um málið og ítrekaði að enginn afsláttur yrði gefinn á lögum. Sagði hann bæði umhverfis- og samgönguráðuneytið fara yfir málin en benti jafnframt á að skipafélög hefðu reynt að fría sig ábyrgð í strandmálum með því að skrá skip í öðrum löndum. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Umhverfisráðherra og samgönguráðherra voru sakaðir um vandræðagang í tengslum við strand Wilson Muuga í Hvalnesfjöru í desember og spurðir hvernig og hvenær ætti að fjarlægja flak skipsins. Samgönguráðherra sagði hins vegar að lögin væru skýr um ábyrgð skipseigenda og ekki yrði gefinn neinn afsláttur á því. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vakti athygli á þeirri deilu sem upp er komin í tengslum við strandið þar sem eigendur skipsins og tryggingafélag þess hafa neitað að greiða meira en 75 milljónir króna fyrir hreinsun svæðisins og flutning skipsins. Sagði hann málið því ekki til lykta leitt og á meðan væri hætta á stórslysi í Hvalnesi. Taldi Björgvin að skýra þyrfti ábyrgði skipafyrirtækja og tryggingafélaga þeirra að þessu leyti í lögum. Spurði hann jafnframt hvernig leiða ætti málið til lykta og hvort ekki þyrfti að endurskoða siglingaleiðir við Ísland til þess að koma í veg fyrir stórslys við Íslandsstrendur. Færa þyrfti siglingaleiðir á þremur stöðum fjær landi, við Reykjanes, Reyðarfjörð og Hornstrandir. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði það skýrt í lögum um verndun hafst og stranda að eigendum bæri að fjarlægja skip af strandstað innan hálfs árs frá strandi. Þá hvíldi einnig siðferðileg og samfélagsleg skylda á skipafélögum að fjarlægja strönduð skip í þeirra eigu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði eigendur og tryggingarfélög skipa ekki mega víkja sér undan ábyrgð og benti á að útgerð Vikartinds sem strandaði undan suðurströnd landsins árið 1997 hefði kostað aðgerðir þar. Það væri sameiginleg niðurstaða umhverfis- og samgönguráðuneytis að lög kvæðu skýrt á um ábyrgð eigenda skipa og að enginn afsláttur yrði gefinn þar á. Fjölmargir þingmenn úr stjórnarandstöðu tóku til máls í umræðuni og gagnrýndu sumir þeirra að nefnd sem fara átti yfir siglingaleiðir við Ísland og hugsanlegar breytingar á þeim, sem skipuð hefði verið fyrir átta árum, hefði ekki skilað neinni niðurstöðu. Þá spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hversu lengi ætti að þræta við eigendur Wilson Muuga um að flytja skipið af strandstað. Málaferli gætu tekið mánuði eða ár og því spurði hann hvort stjórnvöld myndu fylgja lögunum eftir og fjarlægja skipið og í kjölfarið deila um það fyrir dómstólum hver ætti að borga fyrir flutninginn. Sturla Böðvarsson sakaði stjórnarandstöðuna um að tala glannalega um málið og ítrekaði að enginn afsláttur yrði gefinn á lögum. Sagði hann bæði umhverfis- og samgönguráðuneytið fara yfir málin en benti jafnframt á að skipafélög hefðu reynt að fría sig ábyrgð í strandmálum með því að skrá skip í öðrum löndum.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira