Öflugasta skólastjórn Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2007 12:11 Margrét Pála Ólafsdóttir er upphafsmaður Hjallastefnunnar. Í stjórn Hjallastefnunnar sem rekur átta leikskóla víðsvegar á Íslandi situr einvalalið. Flest þeirra sem skipa stjórnina hafa verið áberandi í íslensku atvinnulífi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. Formaður stjórnarinnar er Helga Sverrisdóttir, eiginkona Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Auk hennar sitja í stjórn þau Inga Lind Karlsdóttir dagskrárgerðarkona á Stöð 2, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og Margrét Pála Ólafsdóttir, sem er jafnframt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og frumkvöðull að stofnun félagsins. Í varastjórn sitja Hafþór Hafsteinsson fyrrverandi forstjóri Avion Aircraft Trading og Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður hjá Brimi. „Ég sit í stjórn Hjallastefnunnar vegna þess að ég hef óbilandi trú á Margréti Pálu Ólafsdóttur og því sem hún stendur fyrir," segir Inga Lind. Hún segir einnig að það sé áhugavert að fá að taka þátt í þróun sjálfstæðra skóla á uppgangstímum þeirra. Inga Lind segist telja að það hafi sýnt sig að betur gangi að manna sjálfstæðu skólana en þá opinberu. „Sjálfstæðir skóla hafa meiri sveigjanleika í rekstri og geta nýtt það í samningum við starfsfólk sitt," segir hún. Inga Lind telur eðlilegt að opinberir leikskólar verði reknir áfram. Það sé hins vegar gott að geta boðið upp á val með fjölbreyttu rekstrarformi. Á vefsíðu Hjallastefnunnar kemur fram að félagið reki nú átta leikskóla á grundvelli þjónustusamninga við sveitarfélög. Þetta eru leikskólinn Hjalli í Hafnarfirði, Ás í Garðabæ, Hólmasól á Akureyri, Hraunborg á Bifröst, Ránargrund í Garðabæ, Völlur í Reykjanesbæ, Laufásborg í Reykjavík og Akur í Reykjanesbæ. Að auki reki félagið einn einkaskóla sem starfi bæði á leik- og grunnskólastigi en það er Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ. Hann hefur jafnframt útibú í Hafnarfirði og á háskólasvæði Keilis í Reykjanesbæ. Helga Sverrisdóttir formaðurInga Lind Karlsdóttir sjónvarpskonaHalla Tómasdóttir fyrrv. framkvæmdastjóri ViðskiptaráðsÞór Sigfússon forstjóri SjóváGuðmundur Kristjánsson forstjóri BrimsHafþór Hafsteinsson forstjóri Avion Aircraft TradingMargrét Pála Ólafsdóttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í stjórn Hjallastefnunnar sem rekur átta leikskóla víðsvegar á Íslandi situr einvalalið. Flest þeirra sem skipa stjórnina hafa verið áberandi í íslensku atvinnulífi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. Formaður stjórnarinnar er Helga Sverrisdóttir, eiginkona Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Auk hennar sitja í stjórn þau Inga Lind Karlsdóttir dagskrárgerðarkona á Stöð 2, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og Margrét Pála Ólafsdóttir, sem er jafnframt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og frumkvöðull að stofnun félagsins. Í varastjórn sitja Hafþór Hafsteinsson fyrrverandi forstjóri Avion Aircraft Trading og Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður hjá Brimi. „Ég sit í stjórn Hjallastefnunnar vegna þess að ég hef óbilandi trú á Margréti Pálu Ólafsdóttur og því sem hún stendur fyrir," segir Inga Lind. Hún segir einnig að það sé áhugavert að fá að taka þátt í þróun sjálfstæðra skóla á uppgangstímum þeirra. Inga Lind segist telja að það hafi sýnt sig að betur gangi að manna sjálfstæðu skólana en þá opinberu. „Sjálfstæðir skóla hafa meiri sveigjanleika í rekstri og geta nýtt það í samningum við starfsfólk sitt," segir hún. Inga Lind telur eðlilegt að opinberir leikskólar verði reknir áfram. Það sé hins vegar gott að geta boðið upp á val með fjölbreyttu rekstrarformi. Á vefsíðu Hjallastefnunnar kemur fram að félagið reki nú átta leikskóla á grundvelli þjónustusamninga við sveitarfélög. Þetta eru leikskólinn Hjalli í Hafnarfirði, Ás í Garðabæ, Hólmasól á Akureyri, Hraunborg á Bifröst, Ránargrund í Garðabæ, Völlur í Reykjanesbæ, Laufásborg í Reykjavík og Akur í Reykjanesbæ. Að auki reki félagið einn einkaskóla sem starfi bæði á leik- og grunnskólastigi en það er Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ. Hann hefur jafnframt útibú í Hafnarfirði og á háskólasvæði Keilis í Reykjanesbæ. Helga Sverrisdóttir formaðurInga Lind Karlsdóttir sjónvarpskonaHalla Tómasdóttir fyrrv. framkvæmdastjóri ViðskiptaráðsÞór Sigfússon forstjóri SjóváGuðmundur Kristjánsson forstjóri BrimsHafþór Hafsteinsson forstjóri Avion Aircraft TradingMargrét Pála Ólafsdóttir
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira