Lífið

Noel Gallagher eignast barn

Noel er orðinn tveggja barna faðir.
Noel er orðinn tveggja barna faðir.

Noel Gallagher, söngvari Oasis, eignaðist annað barn sitt í dag. Unnusta hans, Sara MacDonald, ól í morgun dreng sem þau nefndu Donovan Rory MacDonald Gallagher. Hann vóg 3,2 kíló við fæðingu. Móður og barni heilsast vel og eru þau nú stödd í London. Þetta er fyrsta barn sem parið eignast saman en Gallagher á sjö ára gamla dóttur, Anais, með Meg Matthews, fyrrverandi eiginkonu sinni. Gallagher og Matthew slitu samvistir árið 2000 eftir þriggja ára hjónaband. Þau skildu ári seinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.