Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á 15. ágúst 2008 10:13 MYND/Anton Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagðist fyrir ríkisstjórnarfund í morgun telja að breyta þyrfti sveitarstjórnarlögum og það væri lærdómurinn sem mætti draga af þróun mála í borginni. Þetta væri sagan endalaus og hún teldi að illa væri farið með borgarbúa. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagði hins vegar aðspurður að sér litist vel á samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Hann taldi það ekki veikleika að Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styddi ekki samstarfið. Hann sagði fyrri meirihluta flokkanna í borginni hafa verið góðan og hafa gert margt gott. Guðlaugur sagði ljóst að vandræði hefðu verið í fráfarandi meirihluta borgarinnar en hann hefði engu að síður unnið að góðum verkum. Sagðist Guðlaugur sannfærður um að nýi meirihlutinn myndi starfa út kjörtímabilið. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var öllu óhressari og sagði farsann í borginni halda áfram. „Það er lagt af stað með skip sem þarf ekki einu sinni sker til steyta á," sagði Össur. Hann tók þó fram að kjörnum fulltrúum bæri að koma á meirihluta og að því leyti skildi hann Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarfloksins, þótt Össur hefði viljað að Óskar ynni innan Tjarnarkvartettsins. Um borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins sagði Össur að hann treysti því að þau myndu uppskera eins og þau hefðu sáð og talaði um vandræðagang og skort á forystu í þeirra röðum. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagðist fyrir ríkisstjórnarfund í morgun telja að breyta þyrfti sveitarstjórnarlögum og það væri lærdómurinn sem mætti draga af þróun mála í borginni. Þetta væri sagan endalaus og hún teldi að illa væri farið með borgarbúa. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagði hins vegar aðspurður að sér litist vel á samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Hann taldi það ekki veikleika að Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styddi ekki samstarfið. Hann sagði fyrri meirihluta flokkanna í borginni hafa verið góðan og hafa gert margt gott. Guðlaugur sagði ljóst að vandræði hefðu verið í fráfarandi meirihluta borgarinnar en hann hefði engu að síður unnið að góðum verkum. Sagðist Guðlaugur sannfærður um að nýi meirihlutinn myndi starfa út kjörtímabilið. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var öllu óhressari og sagði farsann í borginni halda áfram. „Það er lagt af stað með skip sem þarf ekki einu sinni sker til steyta á," sagði Össur. Hann tók þó fram að kjörnum fulltrúum bæri að koma á meirihluta og að því leyti skildi hann Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarfloksins, þótt Össur hefði viljað að Óskar ynni innan Tjarnarkvartettsins. Um borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins sagði Össur að hann treysti því að þau myndu uppskera eins og þau hefðu sáð og talaði um vandræðagang og skort á forystu í þeirra röðum.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira