Keyra prentvélar 24 tíma sólarhringsins allt árið 9. janúar 2008 00:01 Forstjóri Infopress Group. Birgir Jónsson segir níu stórar prentvélar hafa verið teknar í notkun á einu ári, sem sé örugglega einsdæmi í heiminum. „Við erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu markaðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrirtækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmopolitan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Infopress. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhringsins allan ársins hring. Og til að hámarka afköstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þúsund eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefnið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfesting vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þennan markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir Jónsson.Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskiptaumhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðjuna Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög. Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
„Við erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu markaðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrirtækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmopolitan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Infopress. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhringsins allan ársins hring. Og til að hámarka afköstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þúsund eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefnið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfesting vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þennan markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir Jónsson.Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskiptaumhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðjuna Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög.
Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira