Dæmisögur úr pólitík Þráinn Bertelsson skrifar 14. janúar 2008 11:29 Hinar yndislegu pælingar sem dómsmálaráðherrann okkar birtir á blogginu sínu eru ljós í skammdeginu. Núna á laugardaginn birti þessi höfuðsnillingur dæmisögu sem útskýrir bandarísk stjórnmál af mikilli réttsýni: REPÚBLÍKANI OG DEMÓKRATI voru á gangi og mættu flakkara. Repúblíkaninn gaf flakkaranum nafnspjaldið sitt og sagði honum að koma í fyrirtæki sitt og fá vinnu. Hann tók síðan tuttugu dollara seðil úr vasa sínum og gaf flakkaranum. Demókratinn hreifst mjög af þessu og þegar þeir mættu öðrum flakkara, ákvað hann að veita honum aðstoð. Hann fór til flakkarans og vísaði honum leiðina að næstu skrifstofu félagsaðstoðar. Hann fór síðan í vasa repúblíkanans og gaf flakkaranum fimmtíu dollara. NÚ SKILUR ÞÚ, hver er munurinn á milli repúblíkana og demókrata." DÆMISAGA um íslensk stjórnmál handa dómsmálaráðherranum að birta á bloggsíðu sinni gæti verið á þessa leið: Samfylkingarmaður og Sjálfstæðismaður sitja saman í ríkisstjórn. Ungsjalli sækir um dómaraembætti sem reyndari lögfræðingar væru mun hæfari til að gegna. Sjálfstæðismaðurinn tekur fjármálaráðherra úr vasa sínum og lætur fjármálaráðherrann skipa sjalladrenginn í embættið. Samfylkingarmaðurinn spyr óttasleginn: Hvernig ætlar þú að réttlæta þetta? SJÁLFSTÆÐISMAÐURINN svarar: Framsóknarmenn gera góðverk til að hygla sjálfum sér og hver öðrum. Það er spilling. Við Sjálfstæðismenn gerum góðverk af samúð með ráðherrabörnum, skyldmennum og vinum ráðherra og öðrum sem standa höllum fæti í samfélaginu - og svo munum við að víkja sæti á meðan. SAMFYLKINGARMAÐURINN segir: Auðvitað á maður að hjálpa þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Það er hið háleita markmið stjórnmálanna. Úr því að við erum sammála um grundvallaratriði getum við setið saman í stjórn til eilífðar. NÚ SKILUR ÞÚ muninn á Framsóknarmönnum annars vegar og alvöru stjórnmálamönnum hins vegar. Framsóknarmenn eru gjörspilltir og púkalegir en hinir síðarnefndu eru staðfastir hugsjónamenn sem berjast gegn því að fólk sé lagt í einelti þótt það sé svo óheppið að vera af góðum og innvígðum ættum og hafa réttar og innmúraðar skoðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Hinar yndislegu pælingar sem dómsmálaráðherrann okkar birtir á blogginu sínu eru ljós í skammdeginu. Núna á laugardaginn birti þessi höfuðsnillingur dæmisögu sem útskýrir bandarísk stjórnmál af mikilli réttsýni: REPÚBLÍKANI OG DEMÓKRATI voru á gangi og mættu flakkara. Repúblíkaninn gaf flakkaranum nafnspjaldið sitt og sagði honum að koma í fyrirtæki sitt og fá vinnu. Hann tók síðan tuttugu dollara seðil úr vasa sínum og gaf flakkaranum. Demókratinn hreifst mjög af þessu og þegar þeir mættu öðrum flakkara, ákvað hann að veita honum aðstoð. Hann fór til flakkarans og vísaði honum leiðina að næstu skrifstofu félagsaðstoðar. Hann fór síðan í vasa repúblíkanans og gaf flakkaranum fimmtíu dollara. NÚ SKILUR ÞÚ, hver er munurinn á milli repúblíkana og demókrata." DÆMISAGA um íslensk stjórnmál handa dómsmálaráðherranum að birta á bloggsíðu sinni gæti verið á þessa leið: Samfylkingarmaður og Sjálfstæðismaður sitja saman í ríkisstjórn. Ungsjalli sækir um dómaraembætti sem reyndari lögfræðingar væru mun hæfari til að gegna. Sjálfstæðismaðurinn tekur fjármálaráðherra úr vasa sínum og lætur fjármálaráðherrann skipa sjalladrenginn í embættið. Samfylkingarmaðurinn spyr óttasleginn: Hvernig ætlar þú að réttlæta þetta? SJÁLFSTÆÐISMAÐURINN svarar: Framsóknarmenn gera góðverk til að hygla sjálfum sér og hver öðrum. Það er spilling. Við Sjálfstæðismenn gerum góðverk af samúð með ráðherrabörnum, skyldmennum og vinum ráðherra og öðrum sem standa höllum fæti í samfélaginu - og svo munum við að víkja sæti á meðan. SAMFYLKINGARMAÐURINN segir: Auðvitað á maður að hjálpa þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Það er hið háleita markmið stjórnmálanna. Úr því að við erum sammála um grundvallaratriði getum við setið saman í stjórn til eilífðar. NÚ SKILUR ÞÚ muninn á Framsóknarmönnum annars vegar og alvöru stjórnmálamönnum hins vegar. Framsóknarmenn eru gjörspilltir og púkalegir en hinir síðarnefndu eru staðfastir hugsjónamenn sem berjast gegn því að fólk sé lagt í einelti þótt það sé svo óheppið að vera af góðum og innvígðum ættum og hafa réttar og innmúraðar skoðanir.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun