Skútumaður fyrir kviðdóm í Færeyjum 5. febrúar 2008 00:01 Langstærstur hluti fíkniefnanna sem fundust í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Tvö kíló til viðbótar fundust í Færeyjum, í skotti bíls hjá 24 ára Íslendingi. Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira