Saklaust gæðablóð? Þráinn Bertelsson skrifar 11. febrúar 2008 06:00 Tvisvar hef ég séð stjórnmálaflokka veikjast heiftarlega. Sá fyrri dó drottni sínum í sælli trú á framhaldslíf á bleiku skýi jafnaðarstefnu á rauðum sokkum. Sagt hefur verið að þessi flokkur, sem hét Alþýðubandalagið, hafi dáið úr innanmeinum. Félaginn tryggi sem fylgdi húsbóndanum hvert fótmál hlaut sömu örlög. Hann hét Þjóðviljinn og dó við að breytast úr málsvara smáfólks í barefli fyrir framagosa og fagfólk í stjórnmálum til að lumbra hvert á öðru. Allavega var átakanlegt að horfa upp á helstríð flokks þar sem hinir aðskiljanlegu hlutar líkamans virtust einungis vera samtaka um að vilja vinna hver öðrum mein. UM SÍÐUSTU ALDAMÓT fóru menn að merkja svipuð sjúkdómeinkenni hjá Framsókn. Meðgöngutíminn gæti þó hafa verið lengri því að nokkru áður hafði hið hundtrygga flokksmálgagn gefið upp öndina. Hafandi horft upp á tvo stjórnmálaflokka dragast upp með þessum hætti rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds við að sjá að sá sjúkdómur sem reyndist svo skæður á hjáleigunum hefur stungið sér niður í þriðja sinn og er nú sestur að á höfuðbóli íslenskra stjórnmála. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er ekki heill heilsu um þessar mundir; sömu svitaperlur á enninu; sama sóttheita augnaráðið, ráðvillt og starandi; sömu kvalafullu innantökurnar; sömu krampaköstin; sama óráðshjalið. Og síðast en ekki síst, flokksmálgagn, varðhundurinn sem má muna fífil sinn fegri. Í ÞESSUM ÞREMUR tilvikum er greinilega um alvarlegan sjúkdóm að ræða. Einn sjúklinganna er ekki lengur í tölu lifenda. Framsókn mókir rænulítil og vafamál hvort íslensk öræfi luma á lífgrösum sem megna að koma maddömunni á fætur aftur. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hneigjast að íhaldssamri forneskju því að nú er talað um að blóðfórn sé eina leiðin til að blíðka örlaganornirnar. Í nafni nútímajafnréttis hefur þó verið ákveðið að fórna ekki hreinum meyjum í lækningaskyni heldur gamla góða Villa sem þjónað hefur flokknum af mikilli trúmennsku áratugum saman. Skyldi saklaust gæðablóð hafa nægilegan lækningamátt til að afstýra hinu óumflýjanlega? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Tvisvar hef ég séð stjórnmálaflokka veikjast heiftarlega. Sá fyrri dó drottni sínum í sælli trú á framhaldslíf á bleiku skýi jafnaðarstefnu á rauðum sokkum. Sagt hefur verið að þessi flokkur, sem hét Alþýðubandalagið, hafi dáið úr innanmeinum. Félaginn tryggi sem fylgdi húsbóndanum hvert fótmál hlaut sömu örlög. Hann hét Þjóðviljinn og dó við að breytast úr málsvara smáfólks í barefli fyrir framagosa og fagfólk í stjórnmálum til að lumbra hvert á öðru. Allavega var átakanlegt að horfa upp á helstríð flokks þar sem hinir aðskiljanlegu hlutar líkamans virtust einungis vera samtaka um að vilja vinna hver öðrum mein. UM SÍÐUSTU ALDAMÓT fóru menn að merkja svipuð sjúkdómeinkenni hjá Framsókn. Meðgöngutíminn gæti þó hafa verið lengri því að nokkru áður hafði hið hundtrygga flokksmálgagn gefið upp öndina. Hafandi horft upp á tvo stjórnmálaflokka dragast upp með þessum hætti rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds við að sjá að sá sjúkdómur sem reyndist svo skæður á hjáleigunum hefur stungið sér niður í þriðja sinn og er nú sestur að á höfuðbóli íslenskra stjórnmála. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er ekki heill heilsu um þessar mundir; sömu svitaperlur á enninu; sama sóttheita augnaráðið, ráðvillt og starandi; sömu kvalafullu innantökurnar; sömu krampaköstin; sama óráðshjalið. Og síðast en ekki síst, flokksmálgagn, varðhundurinn sem má muna fífil sinn fegri. Í ÞESSUM ÞREMUR tilvikum er greinilega um alvarlegan sjúkdóm að ræða. Einn sjúklinganna er ekki lengur í tölu lifenda. Framsókn mókir rænulítil og vafamál hvort íslensk öræfi luma á lífgrösum sem megna að koma maddömunni á fætur aftur. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hneigjast að íhaldssamri forneskju því að nú er talað um að blóðfórn sé eina leiðin til að blíðka örlaganornirnar. Í nafni nútímajafnréttis hefur þó verið ákveðið að fórna ekki hreinum meyjum í lækningaskyni heldur gamla góða Villa sem þjónað hefur flokknum af mikilli trúmennsku áratugum saman. Skyldi saklaust gæðablóð hafa nægilegan lækningamátt til að afstýra hinu óumflýjanlega?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun