
Sport
Federer úr leik í Miami

Svisslendingurinn Roger Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Sony Ericsson mótsins í Miami í nótt þegar hann tapaði fyrir Bandaríkjamanninum Andy Roddick 7-6, 4-6 og 6-3. Þetta var aðeins annar sigur Roddick á Federer á ferlinum, en Federer hefur ekki náð sér á strik í upphafi keppnistímabils.