Örvhentir og blindir fagna breytingum 27. febrúar 2008 06:00 Björg Magnúsdóttir nýkjörinn formaður Stúdentaráðs fagnar þeim breytingum sem hafa verið gerðar á Háskólabíói. fréttablaðið/stefán Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp