Innlent

Jeppi valt í Hveradalabrekku

Jeppi valt í Hveradalabrekkunni á Suðurlandsvegi nú á ellefta tímanum.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en svo virðist sem ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum og hafnaði bíllinn á vegriði og fór út af veginum og valt.

Ekki liggur fyrir hversu margir voru bílnum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi urðu ekki alvarleg slys á fólki. Var sjúkrabíl sem sendur var á staðinn snúið við. Bíll er hins vegar mikið skemmdur eins og myndin með fréttinni ber með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×