Erlent

Stærsta lögregluaðgerð í sögu Bretlands

Yfir 500 breskir lögregluþjónar réðust í dag til inngöngu í tugi húsa til þess að uppræta kókaín-smyglhring sem sagður er hafa selt kókaín fyrir meira en þrettán milljarða króna á ári.

Þetta er sögð stærsta samræmda aðgerð lögreglunnar gegn eiturlyfjasölum, í sögunni. Tugir manna hafa verið handteknir.

Sky fréttastofan skýrði frá þessu fyrir stundu en hafði ekki frekari upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×