Innlent

Hafa áhyggjur af dæmdum barnaníðingi í Reykjanesbæ

Foreldrar og aðrir forráðamenn barna í Reykjanesbæ, hafa miklar áhyggjur af því að þar í bæ hefur dæmdur barnaníðingur, Ágúst Magnússon sést á ferli, en hann var nýverið var látinn laus til reynslu.

Víkurfréttir greina frá því að börn í Myllubakkaskóla í Keflavík hafi verið beðin að vera ekki ein á ferð og gefa sig ekki á tal við ókunnuga. Þá hafa Fréttastofunni borist nokkur tölvuskeyti frá almenningi í bænum með ábendingum um þetta.

Lögreglunni í Reykjanesbæ hafði í morgun ekki borist neinar formlegar kvartanir vegna ferða mannsins en var kunnugt um málið. Ágúst Magnússon var á sínum tíma afhjúpaður í fréttaskýringaþættinum Kompási á Stöð tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×