Innlent

Ritstjóri Kastljóss tjáir sig ekki um lögsókn

Þórhallur Gunnarsson tjáir sig ekki.
Þórhallur Gunnarsson tjáir sig ekki.

Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, vildi lítið tjá sig um stefnu sonar og tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, á hendur útvarpsstjóra og ritstjórn Kastljóss.

Parið fer fram á að fá greiddar samtals 3,5 milljónir króna í miskabætur og verði dæmd fyrir ærumeiðingar vegna umfjöllunar um ríkisborgararétt tengdadótturinnar í Kastljósi.

„Þau hafa fullan rétt á að leita réttar síns ef þau telja að á sér sé brotið, síðan verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður," sagði Þórhallur þegar Vísir leitaði viðbragða hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×