Jason Kidd á leið til Dallas á ný? 13. febrúar 2008 19:21 Jason Kidd lék með Dallas á fyrstu árum sínum í NBA fyrir rúmum áratug Nordic Photos / Getty Images Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks. Kidd lýsti því nýverið yfir í viðtali við ESPN að það væri kominn tími til fyrir hann að breyta til og fara frá New Jersey. Það er ekkert leyndarmál að félagið hefur verið að reyna að skipta honum í burtu, en tilboðin sem borist hafa í hann hafa ekki þótt nógu góð til þessa. Gamla félagið hans Dallas hefur þó jafnan verið nefnt fyrst til sögunnar í þessu sambandi en verði af þessum skiptum, verða þau langt frá því auðveld í smíðum. New Jersey er sagt muni fá leikstjórnandann Devin Harris sem stærsta bitann í skiptunum, en hann er 10 árum yngri en Kidd sem verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Þá hafa þeir Jerry Stackhouse, DeSegana Diop og Devean George verið nefndir til sögunnar sem skiptimynt til að láta þessi skipti ganga undir launaþakið. Jason Kidd átti frábæran feril í háskóla og var kjörinn nýliði ársins í NBA ásamt Grant Hill leiktíðina 1994-95. Fyrstu árin var hann hjá Dallas, þá hjá Phoenix og síðustu ár hefur hann verið hjá New Jersey þar sem hann hefur farið fyrir liðinu á bestu árum í sögu þess. Þar á meðal leiddi hann liðið í úrslit NBA tvö ár í röð í byrjun aldarinnar. Kidd er almennt álitinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar á síðasta áratug og sækjast forráðamenn Dallas eftir leiðtogahæfileikum hans og fjölhæfni. Ef þessi skipti ganga í gegn yrðu það þriðju stórskiptin á nokkrum dögum í deildinni og ljóst að heitt verður í kolunum síðustu 10 dagana áður en kemur að lokun leikmannamarkaðarins í NBA. NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks. Kidd lýsti því nýverið yfir í viðtali við ESPN að það væri kominn tími til fyrir hann að breyta til og fara frá New Jersey. Það er ekkert leyndarmál að félagið hefur verið að reyna að skipta honum í burtu, en tilboðin sem borist hafa í hann hafa ekki þótt nógu góð til þessa. Gamla félagið hans Dallas hefur þó jafnan verið nefnt fyrst til sögunnar í þessu sambandi en verði af þessum skiptum, verða þau langt frá því auðveld í smíðum. New Jersey er sagt muni fá leikstjórnandann Devin Harris sem stærsta bitann í skiptunum, en hann er 10 árum yngri en Kidd sem verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Þá hafa þeir Jerry Stackhouse, DeSegana Diop og Devean George verið nefndir til sögunnar sem skiptimynt til að láta þessi skipti ganga undir launaþakið. Jason Kidd átti frábæran feril í háskóla og var kjörinn nýliði ársins í NBA ásamt Grant Hill leiktíðina 1994-95. Fyrstu árin var hann hjá Dallas, þá hjá Phoenix og síðustu ár hefur hann verið hjá New Jersey þar sem hann hefur farið fyrir liðinu á bestu árum í sögu þess. Þar á meðal leiddi hann liðið í úrslit NBA tvö ár í röð í byrjun aldarinnar. Kidd er almennt álitinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar á síðasta áratug og sækjast forráðamenn Dallas eftir leiðtogahæfileikum hans og fjölhæfni. Ef þessi skipti ganga í gegn yrðu það þriðju stórskiptin á nokkrum dögum í deildinni og ljóst að heitt verður í kolunum síðustu 10 dagana áður en kemur að lokun leikmannamarkaðarins í NBA. NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira