Landsskipulagsáætlun er verkfæri við umhverfisvernd Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. mars 2008 00:01 Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja fram stefnumótun í skipulagsmálum á landsvísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varðar eingöngu hagsmuni einstakra sveitarfélaga, heldur hagsmuni þjóðarinnar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, náttúruverndaráætlunar, byggðaáætlunar, rammaáætlunar um verndun og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er að þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum.Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, náttúruvernd, útivist og önnur landnotkun á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir miðhálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætlun sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væru um að ekki ætti að nýta til framkvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra landshluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipulagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofnanir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar.Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að landsskipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á miðhálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfisverndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markvissan hátt að umhverfisvernd hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Nýverið mælti ég fyrir frumvarpi til skipulagslaga á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli, og verði það að lögum mun það styrkja skipulagsgerð í landinu og efla þátttöku almennings í henni. Í því er einnig viðurkennd þörfin á því að ríkisvaldið leggi til heildstæða sýn í skipulagsmálum með svokallaðri landsskipulagsáætlun. Leiðarljós í skipulagsvinnu Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja fram stefnumótun í skipulagsmálum á landsvísu. Slík stefnumótun tæki til þeirrar landnýtingar sem ekki varðar eingöngu hagsmuni einstakra sveitarfélaga, heldur hagsmuni þjóðarinnar allrar. Hún yrði leiðarljós í skipulagsvinnu sveitarstjórna og myndi einnig gegna mikilvægu hlutverki við samræmingu hinna ýmsu áætlana sem samþykktar eru á Alþingi, svo sem samgönguáætlunar, náttúruverndaráætlunar, byggðaáætlunar, rammaáætlunar um verndun og nýtingu landssvæða o.s.frv. Mikilvægt er að þó að ítreka að áfram mun höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum.Samráð við marga Dæmi um almannahagsmuni sem landsskipulagsáætlun getur náð yfir eru samgöngukerfi, orkuöflunar- og dreifikerfi, náttúruvernd, útivist og önnur landnotkun á svæðum sem varða þjóðarhagsmuni. Þannig yrði landsskipulagsáætlun fyrir miðhálendið, svo dæmi sé tekið, stefnumörkun ríkisvaldsins um uppbyggingu á því svæði á sviði orkunýtingar, vegaframkvæmda og náttúruverndar. Jafnframt yrði í slíkri landsskipulagsáætlun sett fram heildstæð áætlun um verndun svæða á miðhálendi Íslands sem samkomulag væru um að ekki ætti að nýta til framkvæmda en sem mætti hins vegar nýta til verndar og útivistar. Landsskipulagsáætlun getur náð til landsins alls, einstakra landshluta og efnahagslögsögunnar. Gert er ráð fyrir að landskipulagsáætlun verði unnin í mjög víðtæku og nánu samráði við sveitarfélög, hlutaðeigandi stofnanir og ráðuneyti. Jafnframt yrði hún kynnt almenningi opinberlega þannig að sem flestir geti tjáð sig um efni áætlunarinnar.Stefnumörkun á miðhálendi Lagt er til í frumvarpinu að landsskipulagsáætlun verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að fyrsta landsskipulagsáætlunin verði lögð fram á Alþingi árið 2010 og fjalli um stefnumörkun á miðhálendinu. Gerð skipulags verður stöðugt mikilvægari þáttur umhverfisverndar. Verði frumvarp til skipulagslaga samþykkt á Alþingi fá stjórnvöld mikilvægt verkfæri í hendur til að vinna á markvissan hátt að umhverfisvernd hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar