Ástæðan fyrir innrásinni var sú að einn af lögreglumönnum samtakanna var skotinn til bana í gær. Á myndbandi sem sett hefur verið á netið má sjá ellefu blóðug lík.
Maður í kösinni sést hreyfa höfuðið og einn öryggisvarðanna segir; „Láttu hann deyja, það var hann sem skaut á menn okkar."
Eftirlifandi fjölskyldumeðlimir segja að heimilisfaðirinn hafi verið dreginn út úr húsinu og að heimili lögreglumannsins sem var skotinn í gær. Þar hafi hann verið skotinn til bana.