Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum 13. mars 2008 00:01 Samtals ellefu vitni verða leidd fram í dómssal í Færeyjum þegar aðalmeðferð í máli Íslendingsins fer fram. Þess verður krafist að hann sitji í gæsluvarðhaldi og einangrun þar til vitnaleiðslum er lokið. Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins. Pólstjörnumálið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins.
Pólstjörnumálið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira