Viðskipti innlent

Skagfirðingar geyma peningana í Kaupfélaginu

sev skrifar
Geirmundur Valtýsson.
Geirmundur Valtýsson.
Nokkuð hefur borið á því síðustu daga að íbúar í Skagafirði taki peninga sína út úr bankastofnunum og leggi þá inn hjá innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga. Sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson, sem er forsvarsmaður bændaviðskipta hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, staðfesti þetta í samtali við héraðsfréttablaðið Feyki.

Kaupþing og Landsbankinn eru með útibú í Skagafirðinum. Skagfirðingar renna þó margir hverjir hýru auga til Kaupfélagsins, sem býður upp á 15,2 prósent vexti á opnum reikningi, og 6,8 prósent vexti auk verðtryggingar á lokaðri bók.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×