Viðskipti innlent

Úttektir af reikningum Landsbankans takmarkaðar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur sagt að starfsemi bankans verði með eðlilegum hætti í dag.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur sagt að starfsemi bankans verði með eðlilegum hætti í dag.
Úttektir í útibúum Landsbankans eru nú takmarkaðar við 500 þúsund krónur. Þetta mun gert vegna skorts á seðlum.

Viðskiptavinur Keflavíkurútibús Landsbankans sagði í samtali við Vísi að honum hefði verið meinað að taka út meira en 500 þúsund krónur af reikningum sínum. Var því borið við að þetta væri vegna skorts á seðlum og samkvæmt tilmælum frá höfuðstöðvum bankans.

Almar Þór Sveinsson, útibússtjóri bankans staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hann vildi lítið tjá sig um málið að öðru leiti og vísaði á höfuðstöðvar bankans. Hann áréttaði þó að ástandið væri tímabundið, og mönnum væri enn frjálst að millifæra fé sitt yfir í aðra banka.

Aðrir viðskiptavinir bankans hafa í samtali við Vísi sagt að kaup á erlendum gjaldmiðlum séu takmarkaðar við sem nemur 250 þúsund krónum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í neinn hjá Landsbankanum sem vill tjá sig um þetta.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×