Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2024 11:17 Atli og Pétur fóru yfir stríðið í súkkulaðiheiminum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Töluvert uppþot varð í nammiheiminum í síðustu viku þegar Hinrik Hinriksson sölustjóri hjá Nóa Síríus sagði í Bítinu á Bylgjunni að konfekt Nóa Síríus væri það eina sem væri framleitt á Íslandi. Það sagði hann í tengslum við umræðu um miklar verðhækkanir á súkkulaði vegna uppskerubrests í Afríku þar sem það er ræktað. Freyja og Góa-Linda brugðust strax við fyrir helgi og leiðréttu þennan misskilning. Pétur og Atli segja að um leið og þetta hafi verið farið út hafi fólk verið byrjað að hringja og senda þeim skilaboð. Það hafi því ekki verið annað hægt en að leiðrétta misskilning. Þeir segjast hafa þurft að hækka sín verð eins og Nói Síríus. Það sem geti útskýrt meiri verðhækkun hjá þeim gæti verið til dæmis dýrari hráefni en að hin fyrirtækin þurfi líklega að taka sömu hráefni inn og því gætu vörurnar þeirra hækkað með sambærilegum hætti. „Þetta er bara ekki komið alveg inn hjá okkur,“ segir Pétur hjá Freyju og að það verði líklega hægt að sjá þessar hækkanir hjá þeim um páskana. Verðið á kakóbaununum hafi þrefaldast í verði frá því í október í fyrra. Atli tekur undir þetta og segir meiri hækkanir skella á næsta ári. „Sölustjórinn minn Davíð hefur útskýrt þetta þannig að kakómassi sé dálítið fyrir okkur sælgætisgerðirnar eins og olía fyrir flugfélögin. Þetta er aðalkostnaðarliðurinn og ef hann fer upp þá hækkað verð,“ segir Pétur. Þeir segja verð á páskaeggjum ekki endilega eiga eftir að þrefaldast eins og verðið á kakóinu en að þau verði dýrari. Þannig sé gott að kíkja á kílóverðið til að sjá raunverulega hverjir eru ódýrastir. Mikil samkeppni á sælgætismarkaði Þeir segja mikla samkeppni á milli þessara fjögurra sælgætisgerða á Íslandi um nýjar vörur og verð. Það sé samt virðing líka fyrir vöruþróun og vinátta. Það sé til dæmis stundum verið að lána kakómassa og kakósmjör á milli fyrirtækja. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Sælgæti Gana Neytendur Verðlag Efnahagsmál Matvælaframleiðsla Matur Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Töluvert uppþot varð í nammiheiminum í síðustu viku þegar Hinrik Hinriksson sölustjóri hjá Nóa Síríus sagði í Bítinu á Bylgjunni að konfekt Nóa Síríus væri það eina sem væri framleitt á Íslandi. Það sagði hann í tengslum við umræðu um miklar verðhækkanir á súkkulaði vegna uppskerubrests í Afríku þar sem það er ræktað. Freyja og Góa-Linda brugðust strax við fyrir helgi og leiðréttu þennan misskilning. Pétur og Atli segja að um leið og þetta hafi verið farið út hafi fólk verið byrjað að hringja og senda þeim skilaboð. Það hafi því ekki verið annað hægt en að leiðrétta misskilning. Þeir segjast hafa þurft að hækka sín verð eins og Nói Síríus. Það sem geti útskýrt meiri verðhækkun hjá þeim gæti verið til dæmis dýrari hráefni en að hin fyrirtækin þurfi líklega að taka sömu hráefni inn og því gætu vörurnar þeirra hækkað með sambærilegum hætti. „Þetta er bara ekki komið alveg inn hjá okkur,“ segir Pétur hjá Freyju og að það verði líklega hægt að sjá þessar hækkanir hjá þeim um páskana. Verðið á kakóbaununum hafi þrefaldast í verði frá því í október í fyrra. Atli tekur undir þetta og segir meiri hækkanir skella á næsta ári. „Sölustjórinn minn Davíð hefur útskýrt þetta þannig að kakómassi sé dálítið fyrir okkur sælgætisgerðirnar eins og olía fyrir flugfélögin. Þetta er aðalkostnaðarliðurinn og ef hann fer upp þá hækkað verð,“ segir Pétur. Þeir segja verð á páskaeggjum ekki endilega eiga eftir að þrefaldast eins og verðið á kakóinu en að þau verði dýrari. Þannig sé gott að kíkja á kílóverðið til að sjá raunverulega hverjir eru ódýrastir. Mikil samkeppni á sælgætismarkaði Þeir segja mikla samkeppni á milli þessara fjögurra sælgætisgerða á Íslandi um nýjar vörur og verð. Það sé samt virðing líka fyrir vöruþróun og vinátta. Það sé til dæmis stundum verið að lána kakómassa og kakósmjör á milli fyrirtækja. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Sælgæti Gana Neytendur Verðlag Efnahagsmál Matvælaframleiðsla Matur Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03
Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01