Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. desember 2024 21:11 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að innlendir búvöruframleiðendur bjóði hátt í tollkvóta með landbúnaðarvörur til að hindra samkeppni við sjálfan sig. Vísir Innlendir framleiðendur stunda samkeppnishindranir með landbúnaðarvörur að mati Félags atvinnurekenda. Framleiðendur bjóði hæst í tollkvóta á búvörum til að halda uppi verði á eigin vörum. Dótturfélög sjái oftast um viðskiptin. Framkvæmdastjóri segir brýnt að stjórnvöld skerist í leikinn Matvælaráðuneytið tilkynnti í gær um úthlutun á tollfrjálsum landbúnaðarvörum en slík úthlutun fer fram nokkrum sinnum yfir árið. Í nær öllum tilvikum var umfram eftirspurn og því úthlutað með útboði. Tollkvótar eru s.s. heimildir til að flytja inn takmarkað magn af búvörum án tolla. Innlendir landbúnaðarframleiðendur fengu nú ríflega níutíu prósent af tollfrjálsu svínakjöti frá ESB sem er aðeins meira en síðustu ár. Innlendir framleiðendur fá nú ríflega 90 prósent af tollfrjálsu svínakjöti samkvæmt síðasta útboði samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Hlutdeild þeirra í nautakjöti er tæpur þriðjungur. Fjórir innlendir framleiðendur fengu samtals fjörutíu prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Fyrirtæki bjóða í tollkvótana og tilhneiging hefur verið að verðið á þeim leiti upp á við. Gjald vegna tollfrjálsu varanna hefur haft tilhneigingu til að leita upp á við samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Enginn ávinningur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að innlendir framleiðendur séu með þessu að stunda samkeppnishindranir. „Tollkvótar voru upphaflega ætlaðir til að lækka verð og efla samkeppni. Það hvernig þeim er úthlutað eða með uppboði þýðir að innlendum framleiðendum er í lófa lagið að bjóða hátt í kvótana til að ýta upp verðinu á innflutningnum. Þar með hindra þeir samkeppni við sjálfan sig. Það finnst okkur ekki í lagi. Þá fá neytendur engan ávinning af tollfrelsinu sem var meiningin í upphafi. Það er þróun sem stjórnmálamenn geta ekki látið viðgangast,“ segir Ólafur. Hann segir hægt að koma í veg fyrir þessa þróun með því að hafa ókeypis úthlutun á tollfrjálsum vörum. „Þar með væri þetta vandamál úr sögunni að innlendir framleiðendur spili á kerfið til að hindra samkeppni við sjálfan sig,“ segir hann. Tengd félög kaupi kvóta Ólafur segir að innlendur framleiðendurnir, fyrir utan Sláturfélag Suðurlands, bjóði í tollfrjálsu vörurnar gegnum tengd félög. „Afurðastöðvarnar virðast vera eitthvað feimnar við eigin innflutning. Ali og Matfugl gera það í gegnum systurfélag. Sama gerir Stjörnugrís. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðing samþykkti í fyrra að félagið og dótturfélag þess hætti að flytja inn búvörur. Esja Gæðafæði dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga hætti þá að bjóða í tollkvóta. Í staðinn dúkkaði upp félagið Háihólmi sem er að bæta drjúgan við sig í tollkvóta. Eigandi þess er innkaupastjóri Esju,“ segir Ólafur. Samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda fengu innlendir framleiðendur tæplega 40 prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Flestir í gegnum tengd félög.Vísir/grafík Fréttastofa hafði samband við Esju sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga í dag til að spyrjast fyrir um hvort eigandi Háahólma væri starfandi þar og fékk það staðfest. Aðspurður um hvort hann hafi skýringar á þessari tilhneigingu hjá flestum innlendum framleiðendum svarar Ólafur: „Þú verður bara að tala við stjórnendur þessara fyrirtækja. Þú verður bara að hringja í kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki og heyra hvað hann hefur að segja um málið.“ Samkeppnismál Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Matvælaráðuneytið tilkynnti í gær um úthlutun á tollfrjálsum landbúnaðarvörum en slík úthlutun fer fram nokkrum sinnum yfir árið. Í nær öllum tilvikum var umfram eftirspurn og því úthlutað með útboði. Tollkvótar eru s.s. heimildir til að flytja inn takmarkað magn af búvörum án tolla. Innlendir landbúnaðarframleiðendur fengu nú ríflega níutíu prósent af tollfrjálsu svínakjöti frá ESB sem er aðeins meira en síðustu ár. Innlendir framleiðendur fá nú ríflega 90 prósent af tollfrjálsu svínakjöti samkvæmt síðasta útboði samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Hlutdeild þeirra í nautakjöti er tæpur þriðjungur. Fjórir innlendir framleiðendur fengu samtals fjörutíu prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Fyrirtæki bjóða í tollkvótana og tilhneiging hefur verið að verðið á þeim leiti upp á við. Gjald vegna tollfrjálsu varanna hefur haft tilhneigingu til að leita upp á við samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Enginn ávinningur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að innlendir framleiðendur séu með þessu að stunda samkeppnishindranir. „Tollkvótar voru upphaflega ætlaðir til að lækka verð og efla samkeppni. Það hvernig þeim er úthlutað eða með uppboði þýðir að innlendum framleiðendum er í lófa lagið að bjóða hátt í kvótana til að ýta upp verðinu á innflutningnum. Þar með hindra þeir samkeppni við sjálfan sig. Það finnst okkur ekki í lagi. Þá fá neytendur engan ávinning af tollfrelsinu sem var meiningin í upphafi. Það er þróun sem stjórnmálamenn geta ekki látið viðgangast,“ segir Ólafur. Hann segir hægt að koma í veg fyrir þessa þróun með því að hafa ókeypis úthlutun á tollfrjálsum vörum. „Þar með væri þetta vandamál úr sögunni að innlendir framleiðendur spili á kerfið til að hindra samkeppni við sjálfan sig,“ segir hann. Tengd félög kaupi kvóta Ólafur segir að innlendur framleiðendurnir, fyrir utan Sláturfélag Suðurlands, bjóði í tollfrjálsu vörurnar gegnum tengd félög. „Afurðastöðvarnar virðast vera eitthvað feimnar við eigin innflutning. Ali og Matfugl gera það í gegnum systurfélag. Sama gerir Stjörnugrís. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðing samþykkti í fyrra að félagið og dótturfélag þess hætti að flytja inn búvörur. Esja Gæðafæði dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga hætti þá að bjóða í tollkvóta. Í staðinn dúkkaði upp félagið Háihólmi sem er að bæta drjúgan við sig í tollkvóta. Eigandi þess er innkaupastjóri Esju,“ segir Ólafur. Samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda fengu innlendir framleiðendur tæplega 40 prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Flestir í gegnum tengd félög.Vísir/grafík Fréttastofa hafði samband við Esju sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga í dag til að spyrjast fyrir um hvort eigandi Háahólma væri starfandi þar og fékk það staðfest. Aðspurður um hvort hann hafi skýringar á þessari tilhneigingu hjá flestum innlendum framleiðendum svarar Ólafur: „Þú verður bara að tala við stjórnendur þessara fyrirtækja. Þú verður bara að hringja í kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki og heyra hvað hann hefur að segja um málið.“
Samkeppnismál Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira