Viðskipti innlent

Krónan fellur um 25 prósent

Gengi krónunnar féll um 24,4 prósent við upphaf gjaldeyrisviðskipta í dag og rauk gengisvísitalan upp í 257,8 stig. Vísitalan stóð í 206,6 stig á föstudag. Talsvert misgengi var á opinberu gengi Seðlabankans í gær og því sem erlendir bankar birtu. Útreikningar Markaðarins í gær bentu til að krónan hefði fallið í það minnsta um fimmtung enda heimildir fyrir því að áhugi erlendra fjárfesta á krónum hafi verið lítill sem enginn og krónur því seldar með ríflegum afslætti utan þings. Bandaríkjadalur kostaði á föstudag 112 krónur en kostar í dag 142,3 krónur. Ein evra kostar í dag 193,7 krónur en kostaði á föstudag 155,9 krónur. Þá kostar ein dönsk króna 25,8 íslenskar krónur. Hún kostaði á föstudag 20,7 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×