Toppliðin í körfunni uggandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 16:23 Leikmenn Njarðvíkur á síðasta keppnistímabili. „Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu." Dominos-deild karla Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu."
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik