Toppliðin í körfunni uggandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 16:23 Leikmenn Njarðvíkur á síðasta keppnistímabili. „Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu." Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
„Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu."
Dominos-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira