Lífið

Íslendingar kjósa íslenska tónlist

„Bylgjan mikið af íslenskri tónlist almennt og er mjög dugleg að kynna nýja íslenska tónlist fyrir hlustendum sínum," segir Jóhann Örn Ólafsson.
„Bylgjan mikið af íslenskri tónlist almennt og er mjög dugleg að kynna nýja íslenska tónlist fyrir hlustendum sínum," segir Jóhann Örn Ólafsson.

Af 10 vinsælustu lögum Bylgjunnar, valin af hlustendum, eru 8 þeirra íslensk. Vísir spurði Jóhann Örn Ólafsson kynningarstjóra útvarpsstöðvarinnar hvað veldur?

„Þetta hefur gerst áður og gerist stundum um þetta leiti þegar mikið af íslenskri tónlist kemur út. Það er mikið af góðri íslenskri tónlist sem er að koma út um þessar mundir og þá tónlist á heimsmælikvarða eins og Emilíana, Lay Low og allir hinir," svarar Jóhann.

Hvernig fer valið fram? „Bylgjan heldur úti hlustendaráði sem í eru mörg hundruð manns. Þetta fólk gefur álit sitt á allri nýrri tónlist sem heyrist á Bylgjunni og tekur virkan þátt í að móta spilunarlista Bylgjunnar," svarar Jóhann.

„Því má bæta við að öllum er velkomið að vera með í hlustendaráðinu og fólk má skrá sig á vefnum okkar."

Hér má skrá sig í hulstendaráð Bylgjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.