Bændasamtökin grunuð um að starfa fyrir bændur Ögmundur Jónasson skrifar 1. apríl 2008 00:01 Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína..." Og nú þarf að leggjast í rannsóknir - eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bændasamtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningaviðræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamningamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bændasamtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fallist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt" og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármunum almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því?Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína..." Og nú þarf að leggjast í rannsóknir - eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bændasamtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningaviðræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamningamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bændasamtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fallist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt" og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármunum almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því?Höfundur er formaður BSRB.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun