Viðskipti erlent

Hutchinson bíður eftir hagnaði

Sala á farsímahluta Hutchison Whampoa á Indlandi í fyrra forðaði félaginu frá tapi.
Sala á farsímahluta Hutchison Whampoa á Indlandi í fyrra forðaði félaginu frá tapi.

Asíska samstæðan Hutchison Whampoa hagnaðist um 30,6 milljarða Hong Kong-dala (292 milljarða króna), í fyrra. 50 prósentum meira ein árið áður.

Tekjur jukust um fimmtán prósentmilli ára, samkvæmt útreikningum Bloomberg. Mestu munar þar um sölu á farsímarekstri félagsins á Indlandi til fjarskiptarisans Vodafone en þá runnu 35 milljarðar dala í vasa félagsins. Hefði ekki komið til hennar má reikna með tapi vegna rekstrar þriðju kynslóðar farsímakerfis Hutchison. Taprekstur hlutans nam um 18 milljörðum dala.

Að sögn Bloomberg er spáð hagnaði á seinni hluta þessa árs. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn í fjögur ár sem farsímahlutinn er í plús. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×