Erlent

Óeirðir í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Kaupmannahöfn beitti táragasi gegn æstum mannfjölda í gærkvöldi sem mótmælti því að hús í Kristíaníu-hverfinu yrði rifið.

Bensínsprengjum var kastað að lögreglu og eldur borinn að bílum og ruslagámum. Mótmælin stóðu allan gærdaginn og þurfti slökkvilið að vinna starf sitt undir lögregluvernd. Tæplega 20 manns voru handteknir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×