Sameiningin átti að afstýra algjöru hruni 29. október 2008 00:01 Forsíða Fréttablaðsins 29. september og lokaglæra kynningar Landsbankans Geir H. Haarde, forsætisráherra, var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september, um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka, með þátttöku ríkisins í sameiningu banka. Þetta var, samkvæmt heimildum Markaðarins, á fundi með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni. Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni, meðal annars með þeim rökstuðningi að bankinn væri í raun gjaldþrota. Landsbankamenn sögðu þá Geir meðal annars frá því að samruni Glitnis, í þáverandi mynd, og Landsbankans, væri að þeirra mati, líklegasta leiðin til að tryggja kerfislegan stöðugleika og alþjóðlega fjármögnun. Fram kemur í glærukynningu á hugmyndum Landsbankamanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum og fullyrt er að hafi verið farið yfir með forsætisráðherra, að Glitnir væri, þrátt fyrir aðkomu ríkisins, mjög veikburða, bæði með tilliti til eigin fjár og lausafjár. Hlutafjárframlag ríkisins, sem nam 600 milljónum evra, dugi vart til að jafna beint tap Glitnis og þar með veikari stöðu eigin fjár bankans. Því þyrfti ríkissjóður að útvega Glitni verulegt lausa- og eigið fé til viðbótar við það sem þá hafði verið rætt um, 600 milljónir evra, eða sem þá nam 90 milljörðum króna. Því væri ljóst, sögðu Landsbankamenn, að áhætta á verulegum kerfisvanda í íslenska bankakerfinu, væri enn til staðar. Landsbankamenn sögðu við forsætisráðherra að sameining bankanna, í einn banka með sterkt eiginfjárhlutfall og aðild ríkissjóðs, myndi styrkja fjármögnunargrundvöll hans til frambúðar og bæta samkeppnisstöðu hans, líka með tilliti til Icesave-reikninganna. Fram kom í kynningu Landsbankamanna að samanlagt tap af yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni næmi 170 milljörðum króna. Þeir lögðu til að ríkið legði sem þá nam 100 milljörðum króna til viðbótar inn í Glitni. Þá yrðu Landsbankinn og Straumur sameinaðir. Síðan yrðu Landsbankinn og Glitnir sameinaðir. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent, Samson, félag Björgólfsfeðga, ætti 22,4. Aðrir hluthafar Landsbankans ættu tæp 20 prósent en hluthafar í Straumi tæp 13 prósent. Hluthafar í gamla Glitni, hverra hlutur hafði minnkað verulega við yfirtöku ríkisins, ættu tæp sex prósent. Markaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráherra, var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september, um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka, með þátttöku ríkisins í sameiningu banka. Þetta var, samkvæmt heimildum Markaðarins, á fundi með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni. Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni, meðal annars með þeim rökstuðningi að bankinn væri í raun gjaldþrota. Landsbankamenn sögðu þá Geir meðal annars frá því að samruni Glitnis, í þáverandi mynd, og Landsbankans, væri að þeirra mati, líklegasta leiðin til að tryggja kerfislegan stöðugleika og alþjóðlega fjármögnun. Fram kemur í glærukynningu á hugmyndum Landsbankamanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum og fullyrt er að hafi verið farið yfir með forsætisráðherra, að Glitnir væri, þrátt fyrir aðkomu ríkisins, mjög veikburða, bæði með tilliti til eigin fjár og lausafjár. Hlutafjárframlag ríkisins, sem nam 600 milljónum evra, dugi vart til að jafna beint tap Glitnis og þar með veikari stöðu eigin fjár bankans. Því þyrfti ríkissjóður að útvega Glitni verulegt lausa- og eigið fé til viðbótar við það sem þá hafði verið rætt um, 600 milljónir evra, eða sem þá nam 90 milljörðum króna. Því væri ljóst, sögðu Landsbankamenn, að áhætta á verulegum kerfisvanda í íslenska bankakerfinu, væri enn til staðar. Landsbankamenn sögðu við forsætisráðherra að sameining bankanna, í einn banka með sterkt eiginfjárhlutfall og aðild ríkissjóðs, myndi styrkja fjármögnunargrundvöll hans til frambúðar og bæta samkeppnisstöðu hans, líka með tilliti til Icesave-reikninganna. Fram kom í kynningu Landsbankamanna að samanlagt tap af yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni næmi 170 milljörðum króna. Þeir lögðu til að ríkið legði sem þá nam 100 milljörðum króna til viðbótar inn í Glitni. Þá yrðu Landsbankinn og Straumur sameinaðir. Síðan yrðu Landsbankinn og Glitnir sameinaðir. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent, Samson, félag Björgólfsfeðga, ætti 22,4. Aðrir hluthafar Landsbankans ættu tæp 20 prósent en hluthafar í Straumi tæp 13 prósent. Hluthafar í gamla Glitni, hverra hlutur hafði minnkað verulega við yfirtöku ríkisins, ættu tæp sex prósent.
Markaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira