Mótmælahópar sameinast á laugardag 29. október 2008 09:36 Frá mótmælum um síðustu helgi. Sættir hafa náðst í deilum tveggja hópa sem stóðu fyrir mótmælum í borginni um síðustu helgi. Þeir hafa nú sameinað krafta sína og blása til kröftugra mótmæla á laugardaginn kemur. Hópurinn hefur sameinast undir nafninu Nýir tímar og stendur fyrir kröfugöngu á laugardag klukkan 14. Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveginn og að Austuvelli þar sem fluttar verða ræður. Meðal þeirra sem taka til máls eru Hörður Torfason tónlistarmaður en þetta er þriðju helgina í röð sem efnt er til mótmæla. Að sögn Sigurlaugar Ragnarsdóttur, talsmanns samtakanna er krafan skýr, að ríkisstjórnin víki og kosið verði í landinu strax. Sigurlaug segir misskilning og mikinn hraða í skipulagninu mótmæla hafa valdið því að til deilna hafi komið á milli mótmælenda á laugardag. Sættir hafi náðst snemma í vikunni og nú vinni menn saman að baráttunni. Hún segir hin nýju samtök óháð stjórnmálum og peningaöflum og að gríðarlegur áhugi sé fyrir mótmælunum. Sérstaklega sé mikið um ungt fólk sem sé orðið þreytt á ástandinu. „Nú er unga fólkið rísa upp og það verður áberandi í göngunni. Krafan er skýr, vík burt ríkisstjórn og kosningar strax. Við viljum allt nýtt, nýja hugsun og ný gildi í þessu landi," segir Sigurlaug og bætir við að nú gildi að fólk sameinist í eitt skipti fyrir öll. Sigurlaug segir að gangan á laugardaginn verði litrík enda sé ungt fólk á fullu að útbúa plaköt og kröfuspjöld og fleira. Að vinnunni komi ýmsir hönnuðir og fleiri góðir aðilar. „Unga fólkið sem mun erfa þetta land er að rísa svoleiðis upp. Þetta er fólkið sem hefur verið með litlu fyrirtækin og þekkir allar leiðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Ég hvet þetta fólk til þess að flytja ekki af landinu heldur taka þátt í uppbyggingunni," segir Sigurlaug. Nýir tímar hafa opnað heimasíðu, nyirtimar.com. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Sættir hafa náðst í deilum tveggja hópa sem stóðu fyrir mótmælum í borginni um síðustu helgi. Þeir hafa nú sameinað krafta sína og blása til kröftugra mótmæla á laugardaginn kemur. Hópurinn hefur sameinast undir nafninu Nýir tímar og stendur fyrir kröfugöngu á laugardag klukkan 14. Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveginn og að Austuvelli þar sem fluttar verða ræður. Meðal þeirra sem taka til máls eru Hörður Torfason tónlistarmaður en þetta er þriðju helgina í röð sem efnt er til mótmæla. Að sögn Sigurlaugar Ragnarsdóttur, talsmanns samtakanna er krafan skýr, að ríkisstjórnin víki og kosið verði í landinu strax. Sigurlaug segir misskilning og mikinn hraða í skipulagninu mótmæla hafa valdið því að til deilna hafi komið á milli mótmælenda á laugardag. Sættir hafi náðst snemma í vikunni og nú vinni menn saman að baráttunni. Hún segir hin nýju samtök óháð stjórnmálum og peningaöflum og að gríðarlegur áhugi sé fyrir mótmælunum. Sérstaklega sé mikið um ungt fólk sem sé orðið þreytt á ástandinu. „Nú er unga fólkið rísa upp og það verður áberandi í göngunni. Krafan er skýr, vík burt ríkisstjórn og kosningar strax. Við viljum allt nýtt, nýja hugsun og ný gildi í þessu landi," segir Sigurlaug og bætir við að nú gildi að fólk sameinist í eitt skipti fyrir öll. Sigurlaug segir að gangan á laugardaginn verði litrík enda sé ungt fólk á fullu að útbúa plaköt og kröfuspjöld og fleira. Að vinnunni komi ýmsir hönnuðir og fleiri góðir aðilar. „Unga fólkið sem mun erfa þetta land er að rísa svoleiðis upp. Þetta er fólkið sem hefur verið með litlu fyrirtækin og þekkir allar leiðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Ég hvet þetta fólk til þess að flytja ekki af landinu heldur taka þátt í uppbyggingunni," segir Sigurlaug. Nýir tímar hafa opnað heimasíðu, nyirtimar.com.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira