Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2008 00:01 Torfi með hnífinn við barka blaðamanns „Þetta bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemdir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dagsins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Komist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnaður til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gillette-rakvélar séu mjög góðar einkum ef menn eru að flýta sér. „Rakhnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverfisvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hárgreiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta lengur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum. Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemdir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dagsins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Komist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnaður til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gillette-rakvélar séu mjög góðar einkum ef menn eru að flýta sér. „Rakhnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverfisvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hárgreiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta lengur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum.
Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira