Formúla 1

Alonso í stað Raikkönen 2011

Kimi Raikkönen er með tveggja ára samning við Ferrari, en 2011 kemur Fernando Alonso í hans stað samkvæmt nýjustu fréttum.
Kimi Raikkönen er með tveggja ára samning við Ferrari, en 2011 kemur Fernando Alonso í hans stað samkvæmt nýjustu fréttum. Mynd: Getty Images
Spánverjinn Fernando Alonso hefur að sögn dagblaðsins Gazetta dello Sport gert 4 ára samning við Ferrari frá árinu 2011.

Finninn Kimi Raikkönen og Brasilíumaðurinn Felipe Massa eru með samning við Ferrari til loka ársins 2010, en virtur ítalskur blaðamaður í kappakstusheiminum segir Alonso taka við hlutverki Raikkönens hjá liðinu 2011. Alonso hefur oft áður verið orðaður við Ferrari, en aldrei áður með jafn afdráttarlausum hætti.

Alonso er með tveggja ára samning við Renault, eftir að hafa rift 3 ára samningi við McLaren í fyrra, eftir aðeins eitt ár vegna ósættis við Ron Dennis framkvæmdarstjóra liðsins. Alonso vann tvo sigra með Renault á þessu ári á lokasprettinum í mótaröðinni.

Sjá nánar hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×