Lætin í Mið-Austurlöndum höfðu sín áhrif á hlutabréfamarkaðinn á Wall Street í dag. Fjárfestar voru þannig minntir á að markaðir eru viðkvæmir.
Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,37% við lokun markaða í Bandaríkjunum nú í kvöld, S&P 500 lækkaði um 0,39% og Nasdaq um 1,32%.
Fjárfestar voru ekki mikið í því að gera stór viðskipti á síðustu dögum hins viðburðaríka árs 2008. Árásir Ísraela á Gaza svæðinu héldu aftur af mönnum.