Bröndby er í góðum málum á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á OB í toppslag deildarinnar í dag.
Það var Ousman Jallow sem skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu en leikurinn fór fram á heimavelli OB. Bröndby fer því í vetrarfríið sem topplið deildarinnar en FC Kaupmannahöfn getur skotist upp í annað sæti deildarinnar með sigri á Horsens á morgun.
Stefán Gíslason spilaði að venju allan leikinn fyrir Bröndby en hann hefur aðeins misst af einum leik á tímabilinu og einu sinni verið tekinn út af. Bæði tilfelli voru vegna meiðsla.