Áhrif einangrunarinnar afar skaðleg 24. febrúar 2008 00:01 Íslenskur maður hefur nú setið í einangrun í um 120 daga í Færeyjum eða fjóra mánuði. Fréttablaðið/guðmundur sigurðsson „Áhrif svona langrar einangrunarvistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið 2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan fanga versnar. Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar. Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangrun í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.- kdk Pólstjörnumálið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
„Áhrif svona langrar einangrunarvistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið 2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan fanga versnar. Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar. Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangrun í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.- kdk
Pólstjörnumálið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira