Erlent

Stærsta nagdýr sögunnar skreppur saman

Stærsta nagdýr sögunnar var ekki eins stórt og vísindamenn töldu áður. Er fyrstu fregnir bárust af fundi á steingerðri hauskúpu þess í Úrúgvæ var talið að það hefði verið á stærð við nautgrip og vegið eitt tonn. Nánari rannsóknir hafa leitt í ljós að þyngd þess og stærð var um þrefalt minni en það.

Nagdýrið hefur hlotið vísindanafnið J. monesi og er eftir sem áður langstærsta nagdýr sögunnar þótt stærð þess sé nú talin um 350 kg.

Steingerð hauskúpa þess komst í fréttirnar í janúar s.l. en dýrið mun hafa lifað þar sem nú er Úrúgvæ fyrir 2 til 4 milljónum ára. Áður en kúpan var rannsökuð nákvæmlega hafði hún legið í þrjú ár á náttúrugripasafninu í Montevideo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×