Innlent

Björn Ingi íhugar stöðu sína í dag

Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni íhugar stöðu sína í flokknum í dag og ræðir við forystumenn og flokksfólk. Einn af þingmönnum flokksins er þess fullviss að Björn Ingi hverfi úr flokknum.

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík logar stafnanna á milli. Fyrstu vísbendingar út á við voru fregnir af sérkennilegri jólakveðju frá Guðjóni Ólafi Jónssyni, fyrrum þingmanni flokksins, þar sem hann lýsir áhyggjum af flokksstarfinu og ýjar að dýrum fatakaupum Björns Inga á kostnað flokksins. Björn Ingi hefur komið sér undan því að svara spurningum um fatakaup.

Og þá féllu fleyg orð hjá Guðjóni Ólafi í Silfri Egils á ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann kvaðst vera með mörg hnífasett í bakinu eftir Björn Inga. Fréttastofa náði sambandi við Björn Inga nú fyrir hádegið en hann kvaðst ekki vilja viðtal, enda væri hann ekki búinn að ákveða sig. Hann sagði alvöru hafa verið á bak við þau orð sín að hann treysti sér varla til að vinna innan Framsóknarflokksins við núverandi aðstæður. Deginum hygðist hann verja í að íhuga sína stöðu og ræða við forystumenn flokksins og flokksfólk.

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknar, var ekki í neinum vafa í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun, um að hvaða niðurstöðu Björn Ingi kæmist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×