Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit 21. janúar 2008 18:55 Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers.Þetta er gröf Bobby Fischers. Garðar Sverrisson, nánasti vinur hans á Íslandi, staðfesti í samtali við Stöð 2 nú síðdegis að Fischer hefði verið jarðsettur með kyrrþey í íslenskri sveit, samkvæmt hans eigin ósk. Komið var með kistu hans í kirkjuna að Laugardælum í morgun en þar hófst athöfnin klukkan hálftíu. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra, jarðsöng. Miyoko Watai, ekkja Fischer, var viðstödd, en hún kom til landsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru þau gift en höfðu kosið að halda því leyndu. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, var einnig við athöfnina sem og þrír aðrir Íslendingar. Svo leynt fór athöfnin að sóknarprestur Laugardælasóknar, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafði ekki hugmynd um hana.Að Laugardælum býr Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er tengdafaðir Garðars Sverrissonar. Haraldur, sonur Þórarins, og mágur Garðars Sverrissonar, segir að Fischer hafi nokkrum sinnum komið að Laugardælum með Garðari. Laugardælir eru á bökkum Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands, og blasir Ingólfsfjall við. Ekki vannst tími til að smíða kross og merkja leiðið fyrir útförina en bætt verður úr því á næstu dögum. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers.Þetta er gröf Bobby Fischers. Garðar Sverrisson, nánasti vinur hans á Íslandi, staðfesti í samtali við Stöð 2 nú síðdegis að Fischer hefði verið jarðsettur með kyrrþey í íslenskri sveit, samkvæmt hans eigin ósk. Komið var með kistu hans í kirkjuna að Laugardælum í morgun en þar hófst athöfnin klukkan hálftíu. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra, jarðsöng. Miyoko Watai, ekkja Fischer, var viðstödd, en hún kom til landsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru þau gift en höfðu kosið að halda því leyndu. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, var einnig við athöfnina sem og þrír aðrir Íslendingar. Svo leynt fór athöfnin að sóknarprestur Laugardælasóknar, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafði ekki hugmynd um hana.Að Laugardælum býr Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er tengdafaðir Garðars Sverrissonar. Haraldur, sonur Þórarins, og mágur Garðars Sverrissonar, segir að Fischer hafi nokkrum sinnum komið að Laugardælum með Garðari. Laugardælir eru á bökkum Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands, og blasir Ingólfsfjall við. Ekki vannst tími til að smíða kross og merkja leiðið fyrir útförina en bætt verður úr því á næstu dögum.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira