Innlent

„Ég er með eitthvað meira en hnífasett í bakinu“

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson

„Ég er mjög undrandi yfir þessu og þetta er í engu samræmi við það sem Ólafur F sagði félögum sínum í dag," segir Björn Ingi Hrafnsson yfir þeim tíðindum að búið sé að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Björn Ingi ætlaði að bíða með allar yfirlýsingar þar til blaðamannfundi nýja meirihlutans lýkur en hann hefur verið boðaður núna klukkan 19:00.

Aðspurður hvort hann sé með hnífasett í bakinu í ljósi þessara tíðinda sagði Björn Ingi: „Það er nú eitthvað miklu meira en það."

Blaðamannafundurinn á Kjarvalsstöðum verður í beinni á Vísi.is núna klukkan 19:00. Hann verður hægt að horfa á með því að smella hér.

Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Reykjavík er undrandi á tíðindunum. „Maður bara gapir," sagði Guðmundur í samtali við Vísi fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×