Innlent

Neitaði að tjá sig um heilsuna

Vilhjálmur Þ og Ólafur F
Vilhjálmur Þ og Ólafur F

Ólafur F Magnússon nýr borgarstjóri Reykvíkinga neitaði að svara spurningum fjölmiðla um heilsu sína. Honum fannst spurningin óveiðeigandi en mikið hefur verið rætt um heilsu Ólafs F eftir að hann tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur.

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson kom Ólafi til varnar og sagðist hafa þekkt hann í yfir 20 ár. Hann var alveg jafn traustur nú og á þeim árum sem þeir hafa þekkst.

Skemmst er að minnast umræðna um það þegar Ólafur skilaði inn læknisvottorði eftir að hann tók sæti í borgarstjórn en hann hafði verið í veikindaleyfi í nokkurntíma.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Ólafur F Magnússon lítið mætt á fundi eftir að hann tók sæti í borgarstjórn.

Vilhjálmur sagðist ánægður með að nú hefði myndast góður og traustur meirihluti á milli Frjálslyndra og Sjálfstæðismanna. Samstarfið sé byggt á traustum og málefnanlegum grunni. Hann sagði þessa flokka eiga margt sameiginlegt en lesinn var upp málefnasamningur sem var stuttur en skýr að mati Vilhjálms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×