Íslenski boltinn

Heimir: Úrslitin ráðast í september

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Guðjónsson með bikarinn góða.
Heimir Guðjónsson með bikarinn góða. Mynd/E. Stefán
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, náði þrátt fyrir allt að halda ró sinni eftir að hans menn urðu Íslandsmeistarar í dag.

FH vann 2-0 sigur á Fylki um leið og Keflavík tapaði sínum leik. Það þýddi að FH var orðið Íslandsmeistari í fjórða sinn á síðustu fimm tímabilum.

„Það er þannig í íslenskum fótbolta að úrslit móts ráðast ekki fyrr en í september," sagði hann með ákveðnum tón. „Og þetta er auðvitað alveg frábær tilfinning. Tilfinning sem er erfitt að lýsa. Ég er fyrst og fremst stoltur af mínum mönnum. Þeir sýndu fádæma góðan karakter. Þeir spiluðu þrjá leiki á síðustu sjö dögum og rúlluðu þeim öllum upp. Það segir allt sem segja þarf."

„Við náðum tveimur af þremur markmiðum okkar. Við ætluðum okkur að verða Íslandsmeistarar, komast áfram í Evrópukeppninni og verða bikarmeistarar. Það síðastnefnda tókst ekki. Við hljótum að vera mjög sáttir. Auðvitað spilaði liðið ekki eins og ég vildi í hverjum einasta leik en þetta snýst um að spila vel í september. Við gerðum það enda snýst þetta um að toppa á réttum tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×