Björn Ingi er hættur sem borgarfulltrúi Breki Logason skrifar 24. janúar 2008 00:38 Björn Ingi Hrafnsson er hættur sem borgarfulltrúi. Björn Ingi Hrafnsson ætlar á borgarstjórnarfundi á morgun að víkja og láta af öllum störfum sem borgarfulltríu í Reykjavík. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi mun taka við sem borgarfulltrúi flokksins. Í yfirlýsingu frá Birni Inga sem birtist á heimasíðu hans fyrir skömmu skýrir hann frá ástæðum þessarar ákvörðunnar sinnar. Þar segir hann meðal annars að miðað við umræðu síðustu daga og persónulegar árásir Guðjóns Ólafs Jónssonar fyrrum þingmanns flokksins sé rétt að staldra við. "....þegar slíkur trúnaðarbrestur í félagsstarfi er kominn upp og er knúinn áfram af heift í minn garð, hlýtur að vera orðin áleitin spurning hvort persónuleg óvild tiltekinna einstaklinga gegn mér sé farin að bitna á fjölskyldu minni, almennt á Framsóknarflokknum og fólki innan hans í Reykjavík og um land allt....." Yfirlýsingin í heild sinni er hér að neðan: Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym vel æru þína. (H. Pétursson.) Ég hef um sex ára skeið tekið virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins, bæði á landsvísu og í Reykjavík. Ég hef notið þeirra forréttinda að vera starfsmaður Framsóknarflokksins, aðstoðarmaður ráðherra og nú síðast kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík og sem slíkur formaður borgarráðs frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Þessi trúnaðarstörf hafa veitt mér mikla ánægju, ég hef notið þess að kynnast miklum fjölda fólks og eignast vináttu þess. Sú lífreynsla að taka þátt í fjölmennu og opnu prófkjöri og hafa þar sigur í krafti geysilegrar samstöðu og mikillar vinnu fjölda stuðningsmanna er reynsla sem ég met mikils og mun ávallt lifa með mér. Það er mikil prófraun að standa í stjórnmálabaráttu. Verkin eru mörg, vinnudagurinn er langur og álagið oft yfirþyrmandi. Að auki skiptast á skin og skúrir í hrunadansi pólitíkurinnar, eins og tíðindin í borgarstjórn Reykjavíkur hafa borið með sér undanfarnar vikur og mánuði. Margt af því getur verið spennandi að taka þátt í, en annað dregur ekki fram bestu hliðarnar í lífi stjórnmálamannsins. Það er sameiginlegt verkefni allra sem þátt taka í stjórnmálastarfi að breyta þeirri ímynd sem snúið hefur að almenningi upp á síðkastið og sýnir kjörna fulltrúa sem sýnast knúnir áfram af valdabröltinu einu saman og eru tilbúnir að beita klækjum í þeirri viðleitni sinni að sækja fram til frekari áhrifa. En pólitík er líka ástríða. Fátt er skemmtilegra en góð rökræða við pólitískan andstæðing og í þeim efnum er engin ástæða til að kveinka sér þótt stundum sé tekist hressilega á. Stjórnmálin hafa þannig veitt mér mikla ánægju, enda gaman að finna góðan stuðning þegar hart er barist. Mestu skiptir þegar góður árangur næst. Stoltastur er ég yfir því að hafa samið um framlög til íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar í borginni upp á sex og hálfan milljarð króna og að hafa flutt tillögu um Frístundakort fyrir öll börn í borginni á aldrinum sex til átján ára. Einnig að hafa komið því í gegn að námsmenn fengju ókeypis í strætó og að skipulögð verði íbúðabyggð í Örfirisey. Ótal fleira mætti nefna, en þegar slíkar hugsjónir verða að veruleika og maður skynjar sterkt áhrif þeirra á samtíma sinn og samfélag, er til einhvers að standa í pólitískri baráttu. En til er önnur hlið á þeim peningi. Hún er sú að jafnan standa stjórnmálamenn veikast þegar að þeim er sótt úr eigin röðum. Þá verða til sárindi sem erfitt er að græða, traustið veikist og ánægjan hverfur. Þegar gleðin er horfin, stendur lítið eftir. Almenningur hefur orðið vitni að óvenjulega rætnum og persónulegum árásum gegn mér síðustu daga. Hreint og beint hatur í minn garð frá fyrrverandi þingmanni flokksins og gömlum samherja hefur vakið þjóðarathygli og halda skeytasendingar hans áfram, enda þótt allar helstu stofnanir og forysta Framsóknarflokksins lýsi yfir eindregnum stuðningi við mig og mín störf. Hið sama gerði fjölmennur fundur framsóknarmanna í Norræna húsinu í fyrrakvöld og raunar Miðstjórn Framsóknarflokksins á haustfundi sínum á Akureyri fyrir skemmstu. Þegar við svo bætist, að illa fengin gögn og fylgiskjöl úr bókhaldi kosningabaráttu flokksins eru farin að rata til fjölmiðla, má öllum vera ljóst að hatrið og viljinn til að koma höggi á mig og Framsóknarflokkinn eru orðin allri skynsemi yfirsterkari. Slík vinnubrögð vega vitaskuld að sjálfri tilvist hvers stjórnmálaflokks; trúverðugleik hans og innra starfi. Þau vega að heiðri mínum og annarra frambjóðenda flokksins, þeirra sem starfað hafa í kosningabaráttunni og kosningastjórninni, þeim stjórnum kjördæmasambanda sem hafa fyrir löngu samþykkt og gengið frá lyktum kosningabaráttunnar og bókhaldi hennar og einsett sér markmið um fjáröflun í framhaldinu, rétt eins og í öllum flokkum og framboðum að loknum kosningum. Á slíkum tímamótum er rétt að staldra við. Vitaskuld eru fjármál stjórnmálaflokka ekki á könnu eða ábyrgð einstakra frambjóðenda, en þegar slíkur trúnaðarbrestur í félagsstarfi er kominn upp og er knúinn áfram af heift í minn garð, hlýtur að vera orðin áleitin spurning hvort persónuleg óvild tiltekinna einstaklinga gegn mér sé farin að bitna á fjölskyldu minni, almennt á Framsóknarflokknum og fólki innan hans í Reykjavík og um land allt. Við það er ekki unnt að una, að mínu mati. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa haft samband símleiðis, bréflega eða gegnum tölvupóst síðustu daga og hvatt mig til dáða. Það hefur gefið mér mjög mikið að finna allan þann stuðning og vináttu. Sömuleiðis er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur gefið mér miklu meira en ég honum. Að öllu vegnu er niðurstaða mín að rétt sé að víkja til hliðar. Ég óska þess að Framsóknarflokknum lánist að rétta úr kútnum og efla samstöðuna innan sinna raða. Ég mun því óska eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi í Reykjavík á borgarstjórnarfundi frá og með deginum í dag að telja. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, tekur við sem borgarfulltrúi til og með þeim tíma. Reykjavík, 23. janúar 2008 Björn Ingi Hrafnsson Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson ætlar á borgarstjórnarfundi á morgun að víkja og láta af öllum störfum sem borgarfulltríu í Reykjavík. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi mun taka við sem borgarfulltrúi flokksins. Í yfirlýsingu frá Birni Inga sem birtist á heimasíðu hans fyrir skömmu skýrir hann frá ástæðum þessarar ákvörðunnar sinnar. Þar segir hann meðal annars að miðað við umræðu síðustu daga og persónulegar árásir Guðjóns Ólafs Jónssonar fyrrum þingmanns flokksins sé rétt að staldra við. "....þegar slíkur trúnaðarbrestur í félagsstarfi er kominn upp og er knúinn áfram af heift í minn garð, hlýtur að vera orðin áleitin spurning hvort persónuleg óvild tiltekinna einstaklinga gegn mér sé farin að bitna á fjölskyldu minni, almennt á Framsóknarflokknum og fólki innan hans í Reykjavík og um land allt....." Yfirlýsingin í heild sinni er hér að neðan: Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym vel æru þína. (H. Pétursson.) Ég hef um sex ára skeið tekið virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins, bæði á landsvísu og í Reykjavík. Ég hef notið þeirra forréttinda að vera starfsmaður Framsóknarflokksins, aðstoðarmaður ráðherra og nú síðast kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík og sem slíkur formaður borgarráðs frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Þessi trúnaðarstörf hafa veitt mér mikla ánægju, ég hef notið þess að kynnast miklum fjölda fólks og eignast vináttu þess. Sú lífreynsla að taka þátt í fjölmennu og opnu prófkjöri og hafa þar sigur í krafti geysilegrar samstöðu og mikillar vinnu fjölda stuðningsmanna er reynsla sem ég met mikils og mun ávallt lifa með mér. Það er mikil prófraun að standa í stjórnmálabaráttu. Verkin eru mörg, vinnudagurinn er langur og álagið oft yfirþyrmandi. Að auki skiptast á skin og skúrir í hrunadansi pólitíkurinnar, eins og tíðindin í borgarstjórn Reykjavíkur hafa borið með sér undanfarnar vikur og mánuði. Margt af því getur verið spennandi að taka þátt í, en annað dregur ekki fram bestu hliðarnar í lífi stjórnmálamannsins. Það er sameiginlegt verkefni allra sem þátt taka í stjórnmálastarfi að breyta þeirri ímynd sem snúið hefur að almenningi upp á síðkastið og sýnir kjörna fulltrúa sem sýnast knúnir áfram af valdabröltinu einu saman og eru tilbúnir að beita klækjum í þeirri viðleitni sinni að sækja fram til frekari áhrifa. En pólitík er líka ástríða. Fátt er skemmtilegra en góð rökræða við pólitískan andstæðing og í þeim efnum er engin ástæða til að kveinka sér þótt stundum sé tekist hressilega á. Stjórnmálin hafa þannig veitt mér mikla ánægju, enda gaman að finna góðan stuðning þegar hart er barist. Mestu skiptir þegar góður árangur næst. Stoltastur er ég yfir því að hafa samið um framlög til íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar í borginni upp á sex og hálfan milljarð króna og að hafa flutt tillögu um Frístundakort fyrir öll börn í borginni á aldrinum sex til átján ára. Einnig að hafa komið því í gegn að námsmenn fengju ókeypis í strætó og að skipulögð verði íbúðabyggð í Örfirisey. Ótal fleira mætti nefna, en þegar slíkar hugsjónir verða að veruleika og maður skynjar sterkt áhrif þeirra á samtíma sinn og samfélag, er til einhvers að standa í pólitískri baráttu. En til er önnur hlið á þeim peningi. Hún er sú að jafnan standa stjórnmálamenn veikast þegar að þeim er sótt úr eigin röðum. Þá verða til sárindi sem erfitt er að græða, traustið veikist og ánægjan hverfur. Þegar gleðin er horfin, stendur lítið eftir. Almenningur hefur orðið vitni að óvenjulega rætnum og persónulegum árásum gegn mér síðustu daga. Hreint og beint hatur í minn garð frá fyrrverandi þingmanni flokksins og gömlum samherja hefur vakið þjóðarathygli og halda skeytasendingar hans áfram, enda þótt allar helstu stofnanir og forysta Framsóknarflokksins lýsi yfir eindregnum stuðningi við mig og mín störf. Hið sama gerði fjölmennur fundur framsóknarmanna í Norræna húsinu í fyrrakvöld og raunar Miðstjórn Framsóknarflokksins á haustfundi sínum á Akureyri fyrir skemmstu. Þegar við svo bætist, að illa fengin gögn og fylgiskjöl úr bókhaldi kosningabaráttu flokksins eru farin að rata til fjölmiðla, má öllum vera ljóst að hatrið og viljinn til að koma höggi á mig og Framsóknarflokkinn eru orðin allri skynsemi yfirsterkari. Slík vinnubrögð vega vitaskuld að sjálfri tilvist hvers stjórnmálaflokks; trúverðugleik hans og innra starfi. Þau vega að heiðri mínum og annarra frambjóðenda flokksins, þeirra sem starfað hafa í kosningabaráttunni og kosningastjórninni, þeim stjórnum kjördæmasambanda sem hafa fyrir löngu samþykkt og gengið frá lyktum kosningabaráttunnar og bókhaldi hennar og einsett sér markmið um fjáröflun í framhaldinu, rétt eins og í öllum flokkum og framboðum að loknum kosningum. Á slíkum tímamótum er rétt að staldra við. Vitaskuld eru fjármál stjórnmálaflokka ekki á könnu eða ábyrgð einstakra frambjóðenda, en þegar slíkur trúnaðarbrestur í félagsstarfi er kominn upp og er knúinn áfram af heift í minn garð, hlýtur að vera orðin áleitin spurning hvort persónuleg óvild tiltekinna einstaklinga gegn mér sé farin að bitna á fjölskyldu minni, almennt á Framsóknarflokknum og fólki innan hans í Reykjavík og um land allt. Við það er ekki unnt að una, að mínu mati. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa haft samband símleiðis, bréflega eða gegnum tölvupóst síðustu daga og hvatt mig til dáða. Það hefur gefið mér mjög mikið að finna allan þann stuðning og vináttu. Sömuleiðis er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur gefið mér miklu meira en ég honum. Að öllu vegnu er niðurstaða mín að rétt sé að víkja til hliðar. Ég óska þess að Framsóknarflokknum lánist að rétta úr kútnum og efla samstöðuna innan sinna raða. Ég mun því óska eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi í Reykjavík á borgarstjórnarfundi frá og með deginum í dag að telja. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, tekur við sem borgarfulltrúi til og með þeim tíma. Reykjavík, 23. janúar 2008 Björn Ingi Hrafnsson
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira