Íslenska sólin Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. maí 2008 06:00 Í vikunni skein sólin loksins á höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir aðrir fór ég niður á Austurvöll og sat þar og borðaði hádegismat, skeggræddi við félagana og leið dálítið eins og ég væri heimsborgari. Svo hjólaði ég um bæinn í sólinni í mínum erindagjörðum, hitti fullt af fólki og var hress. UM kvöldið kom náttúrulega í ljós að ég var eins og tómatur í framan. Ég hafði sólbrunnið um allt andlitið, en bar þó hvíta Zorrogrímu á þeim stað sem sólgleraugun höfðu verið. Dálítið smart, en þó ekki. Mín fyrsta hugsun varðaði hið óréttláta hlutskipti. Hvað á þetta að þýða? Á maður virkilega, svona rétt þegar kemur smá sólarglæta á þessu landi, að fara að kafa inn í baðherbergisskáp til að leita að sólarvörn? Á það að vera manns fyrsta hugsun? Sólarvörn á Íslandi? SLÍKT hefur ekki hvarflað að mér nema mögulega í hitabylgjunni í ágúst árið 2004, þegar Ríkisskattstjóri gaf frí og snákur fannst í Grindavík. Og nú er það ekki ætlun mín að skrifa hér um nýja rannsókn á tíðni sortuæxla, en vísbendingar virðast gefa til kynna að margir Íslendingar séu svipað þenkjandi og ég. Fólk er hér meira og minna skaðbrunnið vegna þess að það trúir því ekki að íslenska sólin geri nokkrum mein. ÞAÐ er nefnilega þetta með íslensku sólina. Ég átti einhvern tímann samræðu um hana við einhvern. Hún fjallaði um það, að íslenska sólin væri á einhvern hátt frábrugðin öðrum sólum. Ég man að ég jánkaði þessu. Núna þegar ég hugsa um þetta sé ég auðvitað hversu fáránlegt þetta er. Íslensk sól? Þjóðarsól? ÞAÐ er bara ein sól í þessu sólkerfi. Hún brennir hér og brennir þar. Jafnt á Akureyri sem Abu Dabi. En villa þessi er lævís. Hugmyndin um íslensku sólina, sem brennir á einhvern hátt minna, stingur upp kollinum reglulega í þjóðfélagsumræðunni. ÞEGAR við erum beðin um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda erum við gjörn á að stökkva upp á nef okkar og segja: Hva, okkar mengun er öðruvísi! Þetta er íslensk mengun! Góð mengun! Og þegar krónan okkar verður alþjóðlegum kaupahéðnum að bráð eigum við til að undrast, því við héldum kannski að krónan væri spes, og þyrfti engar varnir gegn alþjóðlegri vá. ÞETTA er íslenska sólarheilkennið (e. The Icelandic Sun Syndrome). Það leiðir til þess að fólk sólbrennur og gengur um með hvíta Zorrogrímu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Í vikunni skein sólin loksins á höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir aðrir fór ég niður á Austurvöll og sat þar og borðaði hádegismat, skeggræddi við félagana og leið dálítið eins og ég væri heimsborgari. Svo hjólaði ég um bæinn í sólinni í mínum erindagjörðum, hitti fullt af fólki og var hress. UM kvöldið kom náttúrulega í ljós að ég var eins og tómatur í framan. Ég hafði sólbrunnið um allt andlitið, en bar þó hvíta Zorrogrímu á þeim stað sem sólgleraugun höfðu verið. Dálítið smart, en þó ekki. Mín fyrsta hugsun varðaði hið óréttláta hlutskipti. Hvað á þetta að þýða? Á maður virkilega, svona rétt þegar kemur smá sólarglæta á þessu landi, að fara að kafa inn í baðherbergisskáp til að leita að sólarvörn? Á það að vera manns fyrsta hugsun? Sólarvörn á Íslandi? SLÍKT hefur ekki hvarflað að mér nema mögulega í hitabylgjunni í ágúst árið 2004, þegar Ríkisskattstjóri gaf frí og snákur fannst í Grindavík. Og nú er það ekki ætlun mín að skrifa hér um nýja rannsókn á tíðni sortuæxla, en vísbendingar virðast gefa til kynna að margir Íslendingar séu svipað þenkjandi og ég. Fólk er hér meira og minna skaðbrunnið vegna þess að það trúir því ekki að íslenska sólin geri nokkrum mein. ÞAÐ er nefnilega þetta með íslensku sólina. Ég átti einhvern tímann samræðu um hana við einhvern. Hún fjallaði um það, að íslenska sólin væri á einhvern hátt frábrugðin öðrum sólum. Ég man að ég jánkaði þessu. Núna þegar ég hugsa um þetta sé ég auðvitað hversu fáránlegt þetta er. Íslensk sól? Þjóðarsól? ÞAÐ er bara ein sól í þessu sólkerfi. Hún brennir hér og brennir þar. Jafnt á Akureyri sem Abu Dabi. En villa þessi er lævís. Hugmyndin um íslensku sólina, sem brennir á einhvern hátt minna, stingur upp kollinum reglulega í þjóðfélagsumræðunni. ÞEGAR við erum beðin um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda erum við gjörn á að stökkva upp á nef okkar og segja: Hva, okkar mengun er öðruvísi! Þetta er íslensk mengun! Góð mengun! Og þegar krónan okkar verður alþjóðlegum kaupahéðnum að bráð eigum við til að undrast, því við héldum kannski að krónan væri spes, og þyrfti engar varnir gegn alþjóðlegri vá. ÞETTA er íslenska sólarheilkennið (e. The Icelandic Sun Syndrome). Það leiðir til þess að fólk sólbrennur og gengur um með hvíta Zorrogrímu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun