Formúla 1

Formúla 1 er vinsæl hjá konum

Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 ásamt kærustu sinni Nicole Scherzinger sem er söngvari í hljómsveitinni Pussycat Dolls.
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1 ásamt kærustu sinni Nicole Scherzinger sem er söngvari í hljómsveitinni Pussycat Dolls. Mynd: Getty Images
Lokamótið í Formúlu 1 á Stöð 2 Sport fékk 28% áhorf samkvæmt mælingum Capacent, en það var lokaslagurinn um meistaratitilinn á milli Lewis Hamilton og Felipe Massa.

Af þeim sem horfðu á lokamótið í Brasilíu á aldrinum 12-80 ára voru 32% karlar, en 24,6% kvenfólk. Það er því ljóst að konur hérlendis hafa mikinn áhuga á íþróttinni, þó um bílaíþrótt sé að ræða.

Vinsældir Formúlu 1 hafa haldið sér frá upphafi útsendinga árið 1997, en Stöð 2 Sport tók við útsendingum af RÚV í byrjun þessa árs. Næst á eftir mótinu í Brasilíu hvað áhorf varðar voru mótin í Spa í Belgíu, Istanbúl í Tyrklandi og flóðlýsta mótiið í Tyrklandi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×