Lífið

Bandarískur veðurfréttamaður heldur vart vatni yfir Íslandi

Ragnhildur og Al við Bláa Lónið í morgun.
Ragnhildur og Al við Bláa Lónið í morgun.
Tveir síðustu þættir The Today Show, vinsælasta morgunsjónvarpsþáttar Bandaríkanna, voru sendir út frá Íslandi. Einn frægasti veðurfréttamaður Bandaríkjanna, Al Roker, er á landinu til að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga, og sendi í gær út frá Gullfossi, en í morgun var þátturinn sendur út frá Bláa lóninu.

Útvarpskonan Ragnhildur Magnúsdóttir á Bylgjunni tók viðtal við Al og starfslið hans í morgun. Al lofaði land og þjóð í hástert, og hélt vart vatni yfir náttúrufegurð og fólkinu sem landið byggir.

Ragnhildur segir undirbúninginn fyrir þáttinn hafa verið mikinn. Um þrjá mánuði tók að skipuleggja útsendinguna, og hefur fólk á vegum þáttarins komið nokkrum sinnum til landsins til að kanna aðstæður.

Þátturinn er gríðarvinsæll í Bandaríkjunum, en um átta milljónir manna horfa á þáttinn á degi hverjum. Eftir sýningu þáttarins í gær rigndi tölvupóstum inn á stöðina þar sem áhorfendur lýstu hrifningu sinni á landinu.

Mikill fengur gæti verið í umfjölluninni. Framleiðendur þáttarins sögðu við Ragnhildi að venjan væri að nokkrum mánuðum eftir umfjöllun á borð við þessa stórykist straumur bandarískra ferðamanna til þeirra landa sem fjallað væri um.

Hægt er að hlusta á viðtölin á Bylgjan.is










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.