Gott hjá Þórunni, en … Ögmundur Jónasson skrifar 5. ágúst 2008 10:38 Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á samsvarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinnum þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram - tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauðsynlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinarkorns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli." Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á samsvarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinnum þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram - tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauðsynlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinarkorns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli." Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti.Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun